Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2012 | 22:25

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 8. grein af 8

2012

Hér er komið að síðustu greininni í greinaröðinni um Rory McIlroy.

Hér í lokin verður farið yfir það helsta á ferli hans á þessu ári, 2012. Fyrsta mót Rory á árinu var Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þ.e. á Mið-Austurlandasveiflu Evróputúrsins í lok janúar. Mótið var mikið í kastljósinu vegna þess að Tiger spilaði á því og Luke Donald, þá nr. 1 í heimi og fyrrverandi nr. 2 í heimi, Lee Westwood. Rory spilaði með Woods og Donald í aðalhópnum fyrstu 2 dagana. Skor hans var  67-72-68 og í upphafi lokahringsins var hann í 3. sæti á eftir forystumönnunum Robert Rock og Tiger. Rory lauk leik -3 undir pari, á 69 höggum og varð einn í 2. sæti á eftir sigurvegarnum, Robert Rock.

Næst tók Rory þátt í Omega Dubai Desert Classic þar sem hann varð T-5, 4 höggum á eftir sigurvegaranum Rafael Cabrera-Bello.

Þar næst var Rory í heimsmótinu í holukeppni í Arizona þar sem hann vann leiki sína gegn George Coetzee, Anders Hanson, Miguel Angel Jimenex, Sang-Moon Bae og Lee Westwood og var í úrslitum gegn Hunter Mahan. Eftir 10 holur var Rory 4 holum undir og náði að minnka muninn í 2 holur á 16. Á 17. holunni varð jafnt, sem þýddi að Mahan vann. Mikill spenningur var í kringum mótið því með sigri gat Rory náð 1. sæti heimslistans. Annað sætið nægði Rory samt í 2. sæti heimslistans og eins varð hann í efsta sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar.

Eftir sigur á Honda Classic síðustu helgi komst Rory í fyrsta sinn á ferli sínum í 1. sæti heimslistans, en sigurinn var sá 3. á PGA Tour.

Nú í kvöld er Rory aldeilis að slá í gegn á WGC Cadillac Championship, á Bláa Skrímslinu í Flórída, þar sem hann vann sig upp úr 28. sætinu, sem hann var í eftir 2. dag í 3. sætið, en alls var Rory á – 14 undir pari, samtals 274 höggum (73 69 65 67) og heldur enn fyrst um sinn 1. sæti heimslistans!

Heimild: Wikipedia