Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Ryo Ishikawa?

Ryo Ishikawa (á japönsku: 石川 遼 Ishikawa Ryo) fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama, Japan og er því nýorðinn 21 árs. Ryo er líka kallaður „Hanikami Ōji“ (þ.e. feimni prinsinn), í heimalandi sínu Japan.

Ryo Ishikawa með Ryo dúkkunni vinsælu, en hún var vinsælt kylfu cover í Japan og víðar.

Áhugamannsferill Ryo

Þann 20. maí 2007 varð Ishikawa yngstur til að sigra á almennu móti á japanska PGA þegar hann sigraði á the Munsingwear Open KSB Cup aðeins 15 ára og 8 mánaða. Hann keppti sem áhugmaður og þetta var fyrsta mótið sem hann tók þátt í á japanska PGA. Hann átti 1 högg á hæst rankaða japanska kylfing þess tíma, Katumasa Miyamoto. Sá sem var efstur á heimslistanum og tók þátt í mótinu var Toru Taniguchi, sem varð T-13, 6 höggum á eftir Ishikawa. Taniguchi var nr. 86 á heimslistanum eftir mótið.

Ryo Ishikawa eftir að hann sigraði Munsingwear Open KSB bikarinn.

Atvinnumannsferill Ryo

Ishikawa gerðist atvinnumaður árið 2008 og vann annað mót á japanska PGA: the mynavi ABC Championship. Í lok árs 2008 var hann yngsti kylfingur til þess að komast á topp 100 á heimslistanum.

Ishikawa spilaði í fyrsta sinn í  PGA Tour móti árið 2009. Hann náði ekki niðurskurði í móti, the Northern Trust Open, the Arnold Palmer Invitational og Masters risamótinu, 2009. Hann varð í 71. sæti í  the Transitions Championship.

Þann 28. júní 2009 sigraði Ishikawa á Gateway to the Open Mizuno Open Yomiuri Classic á japanska PGA og hlaut við það þátttökurétt á Opna breska 2009, sem var fyrsta risamótið sem hann spilaði á án þess að hafa fengið sérstaka undanþágu til að spila í því.

Eftir að hafa sigrað á 4 mótum á japanska PGA í september árið 2009 varð Ishikawa yngsti kylfingurinn til þess að komast á topp 50 á heimslistanum.

Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa, spilaði með Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum 2011 og tók þátt í Thailand Golf Championship í desember 2011.

Ishikawa hafði yfirburði á japönsku PGA Tour mótaröðinni keppnistímabilið 2009 og var hæst rankaði japanski kylfingurinn á heimslistanum. Þann 18. október varð hann í 2. sæti á  the Japan Open, tapaði fyrir Ryuichi Oda á 2. holu í bráðabana. Ishikawa varð í 1. sæti á peningalista japönsku PGA mótaraðarinnar með  ¥ 183.52 milljónir.

Á GTO verðlaunaafhendingunni í Japan í desember 2009 hlaut Ishikawa 9 verðlaun. Fyrir utan að vera í 1. sæti á peningalistanum, varð hann MVP, með lægsta skorið  (69.93), besta púttmeðaltalið  (1.724), með flesta fugla að meðaltali á hring  (4.42) o.s.frv.

Þann 2. mai 2010 á lokahring The Crowns var Ishikawa með hring upp á 12 undir pari, 58 högg og vann mótið með 5 högga mun. Fimmtíu og átta högg Ishikawa er lægsta skor sem nokkru sinni hefir verið skráð á japanska PGA og sló það út eldra met Masahiro Kuramoto, sem var á 59 höggum á fyrsta hring Acom International árið 2003. Á 58-hringnum fékk Ishikawa 12 fugla og 6 pör.

Ishikawa vakti mikla athygli bandarískra golfaðdáenda á Opna bandaríska 2010. Þar var hann í skærbleikum bol og spilaði undir pari fyrsta daginn og var T-2 eftir 2. dag en féll síðan úr forystu um helgina.

Ryo Ishikawa

Þann 30. mars 2011 tilkynnti Ishikawa að hann myndi gefa allt verðlaunafé sitt 2011 plús ¥ 100,000 fyrir hvern fugl sem hann fengi á árinu til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans hræðilega sem reið yfir Japan 2011.

Þann 11. mars 2012 þegar 1 ár var liðið frá jarðskjálftanum varð Ishikawa í 2. sæti á eftir George McNeill í the Puerto Rico Open, sem er besti árangur hans á PGA Tour til þessa. Aðeins 1 viku síðar hlaut Ishikawa fullan keppnisrétt á PGA Tour [10]. Annað sætið hafði í för með sér sérstaka tímabundna keppnisundanþágu og félagarétt á PGA þar sem innkoma hans fór fram úr $411,943, sem samsvaraði 150. sætinu á peningalista PGA Tour

Heimild: Wikipedia