Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2015 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Scott Langley?

Það er bandaríski kylfingurinn Scott Langley, sem leiðir á Greenbriar Classic, en það er mót vikunnar á LPGA og hófst í gær, 2. júlí 2015.

Scott Langley er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour, en hann komst fyrst á mótaröð þeirra bestu (PGA Tour) árið 2013 og hefir verið að baxa við að festa sig í sessi þar.

Hann leiddi m.a. á Travelers í hálfleik nú fyrr á árinu, en annars hefir hann sjaldnast verið í golffyrirsögnunum og því ekki nema von að nokkrir spyrji: Hver er kylfingurinn: Scott Langley?  Því verður reynt að svara í stuttu máli hér á eftir:

Scott Langley fæddist í Barrington, Illinois, annaðhvort 18. apríl  (skv. heimasíðu) eða 28. apríl 1989 (skv. pgatour.com) og er því 26 ára. Hann býr sem stendur í Jupiter, Flórída. Langley spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of Illinois, þar sem hann útskrifaðist árið 2011 sem endurskoðandi.

Langley lét þegar að sér kveða á 2. móti ársins 2013 á PGA Tour, Sony Open á Hawaii. Þar var hann lengi vel í forystu en lét í minni pokann fyrir öðrum nýliða, Russell Henley, sem hlaut kortið sitt með því að vera meðal efstu 25 á peningalista Web.com Tour það ár. Langley varð T-3 á Sony Open og hlaut stærsta vinningstékka á ferli sínum til þess tíma $ 325.000,- (U.þ.b. 36 milljónir íslenskra króna).

Nokkrar staðreyndir um Langley:

Með því að fá 2013 kortið sitt á PGA Tour, varð Scott sá fyrsti sem útskrifaðist frá First Tee til þess að verða félagi á PGA Tour.

Fyrsta golfminningin er þegar hann spilaði golf með fjölskyldu sinni í bakgarðinum.

Stærsta stundin í golfinu var þegar áhorfendur klöppuðu fyrir honum á U.S. Open risamótinu, 2010, þegar hann komst í gegnum niðurskurð.

Scott er áhangandi St. Louis Cardinals og Green Bay Packers.

Twitter reikningur Scott er: @scott_langley.

Uppáhaldstæki Scott er honors match reiknirinn hans.

Ekki margir vita að Scott getur spilað á fiðlu.

Scott styður Leukemia & Lymphoma Society (en amma hans er með hvítblæði (leukemíu).

Í draumaholli Scott eru: Aaron Rodgers, Will Ferrell og bróðir hans.

Scott Langley ferðast aldrei án biblíunnar.

Fræðast má nánar um Scott Langley á heimasíðu hans sem komast má á með því að SMELLA HÉR: