Hver er kylfingurinn: Scottie Scheffler?
Heimsmeistari í holukeppni 2022 er Scottie Scheffler. Hver er eiginlega þessi viðkunnanlegi kylfingur?
Scottie Scheffler fæddist 21. júní 1996 í Dallas, Texas og er því aðeins 25 ára. Hann veit það líklegast ekki, en Scottie á sama afmælisdag og íslenska golfdrottningin Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og aðrir frábærir kylfingar m.a. Matt Kuchar, William McGirt, Sang Moon-Bae og Carly Booth og því virðist 21. júní vera afmælisdagur mikilla kylfinga!
Foreldrar hans eru Scott og Diane Scheffler og Scottie á 3 systur: Söru, Molly og Callie Scheffler.
Scottie var í Highland Park High School og síðan í bandaríska háskólagolfinu þ.e. lék með liði The University of Texas at Austin.
Scottie útskrifaðist frá Austin háskóla 2018 með gráðu í fjármálafræði (ens: finance) og gerðist þegar að loknu háskólanámi atvinnumaður í golfi.
Scottie brilleraði þegar í menntaskóla vann t.a.m. þrisvar sinnum í Texas State mótum, en Jordan Spieth er eini kylfingurinn, fyrir utan Scottie, sem hefir tekist það.
Scottie Scheffler spilaði í Opna bandaríska risamótinu 2017 og var með lægsta skor áhugamanns.
Scottie, eins og svo margir atvinnukylfingar í Bandaríkjunum styður góð málefni og styrktarmálefni hans eru krabbameinssjúk börn „Triumph Over Kid Cancer.“ Frábært að hafa svona góðan kylfing styðja svona verðugt verkefni!!!
Scottie Scheffler komst á Korn Ferry Tour 2019 og á nýliðaári sínu sigraði hann þegar í 2 mótum á mótaröðinni: Evans Scholars Invitational og Nationwide Children’s Hospital Championship og það var ástæðan fyrir að hann komst á bestu karlmótaröð í heimi aðeins 23 ára!!
Scottie hefir nú sigrað í 3 skipti á PGA Tour og hafa allir sigrar hans unnist á þessu ári. Hann hefir sigrað á: WM Phoenix Open, 13. febrúar 2022; Arnold Palmer Invitational 6. mars 2022 og nú í dag, 27. mars 2022 er hann heimsmeistari í holukeppni!
Scottie er kvæntur kærustu sinni til margra ára; Meredith Scudder, en þau tvö giftust í desember 2020.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024