Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2011 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Sergio Garcia? 1/3 grein

Nú hlægja margir. HaHaHa! Vita ekki allir kylfingar hver Sergio Garcia er? Sigurvegari undanfarinna 2 helga á Evróputúrnum; vann Andalucia Masters á Valderrama nú um helgina með 1 höggs mun á landa sinn Miguel Angel Jiménez og Castelló Masters, helgina þar áður með 11 högga mun á landa sinn Gonzalo Fernández-Castaño.

Sergio Garcia Fernández fæddist 9. janúar 1980 og er því 31 árs. Hann hefir mestallan feril sinn verið meðal 10 efstu á heimslistanum þ.e. á árunum 2000-2009, en hápunktur ferils hans er m.a. sigur á HSBC Championship í nóvember 2008. Síðan þá hefir aumingja Sergio verið í lægð þar til nú, síðastliðnar 2 vikur.  Hann tilkynnti reyndar í dag (31. október 2011) að hann ætlaði ekki að taka þátt í HSBC mótinu í Kína, sem hann hefir þó keppnisrétt á nú eftir sigra sína.  Hann ætlar að hvíla sig.  Það sem hann hefir afrekað á 2 vikum leika fáir eftir, þ.e. að hífa sig úr 49. sætinu á heimslistanum í 18. sætið, sem er upp á við um 31 sæti á skömmum tíma.

Sergio byrjaði að spila golf aðeins 3 ára gamall. Það var pabbi hans, Victor, golfkennari, sem kenndi honum. Hann þótti undrabarn í golfi, varð klúbbmeistari í klúbbnum sínum aðeins 12 ára gamall. Fjórum árum síðar, 16 ára setti hann aldursmet þegar hann varð yngsti kylfingur til þess að komast í gegnum niðurskurð á Turespaña Open Mediterranea, árið 1995. Met hans var slegið af Jason Hak í nóvember 2008, á UBS Hong Kong Open, en Jason var 107 dögum yngri en Sergio.

Sergio vann á Boys Amateur Championship árið 1997 og sama ár Opna katalónska á evrópsku Áskorendamótaröðinni. Árið 1998 vann hann The Amateur Championship og komst í undanúrslit á US Amateur.

 

Atvinnumaðurinn Sergio Garcia

García gerðist atvinnumaður í golfi 1999 eftir að vera á lægsta skori áhugamanna á Masters 1999. Fyrsta titil sinn á Evróputúrnum kom aðeins eftir 6 mót í júlí 1999 þegar hann vann Irish Open.  Hann varð frægur á einu andartaki 1999 í frægri viðureign við Tiger Woods 1999 á PGA Championship mótinu, sem hann tapaði, en varð í 2. sæti.  Þar átti hann m.a. frægasta högg sitt á 16. braut þegar bolti hans lenti upp að trékistu hægra megin í röffinu, þannig að ekki sást inn á flöt en hann sló með lokuð augun og kom bolta sínum upp á flöt. Stuttu síðar varð hann yngsti kylfingur til þess að spila á Ryder Cup. Sveifla Garcia þótti óvenjuleg, sem og það að hann greip um kylfuna og sleppti og endurtók þetta allt að því í tuga skipta áður en hann sló. Gagnrýni á sveiflu sína svaraði Garcia svo: „Sveifla mín virkar fyrir mig, þannig að af hverju þá að breyta henni? Ég kýs að vera með náttúrulega sveiflu mína og spila vel fremur en að hafa fullkomna sveiflu og spila ekki vel.”

 

Titlar á PGA

Sergio García vann fyrsta PGA titil sinn, 21 ára, þ.e. 2001 á Master Card Colonial í Forth Worth, Texas og svo vann hann Buick Classic sama ár.  Hann var sá yngsti til að sigra á túrnum frá því að Woods vann 1996, 20 ára. Árið 2002 vann hann Mercedes Championships, og árið 2004, vann hann EDS Byron Nelson Championship og Buick Classic í annað sinn. Sjötti sigur hans á PGA Tour kom árið 2005 á Booz Allen Classic.  Hann spilaði líka í nokkrum mótum á Evróputúrnum, þar sem hann hefir sigrað 10 sinnum nú

Árið 2002, á æfingahring, náði Sergio Garcia albatross á par-5 2. brautinni á Masters, en hann er einn af fáum kylfingum, sem hefir tekist það. Brautin er 575 yarda (526 metra). Högg hans með 2 járni, sem var u.þ.b. 231 metra langt fór beint ofan í holu eftir 295 metra dræv.

 

Ryder Cup stjarnan 

Sergio García hefir verið í lið Evrópu í Ryder Cup árin 1999, 2002, 2004, 2006.

Til ársins 2008 var hann með glæsilegan feril í mótinu 14–6–4. Árið 2006 í K Club á Írlandi sigraði hann bærði fjórbolta og fjórmennings leiki sína (ásamt José María Olazábal og Luke Donald) á fyrsta degi og sigraði David Toms og Brett Wetterich í fjórbolta og Tiger Woods og Jim Furyk í fjórmenningi. Á 2. degi var hann aftur í liði með Olazábal again og aftur unnu þeir leiki sína gegn Phil Mickelson og Chris DiMarco bæði í fjórmenningi og fjórbolta. Á lokadeginum í tvímenningnum leit út fyrir að Sergio yrði sá fyrsti til að sigra alla leiki sína í einni og sömu keppninni, en Stewart Cink stöðvaði sigurgöngu hans og vann hann 4 & 3. Evrópa vann Ryder bikarinn 18½ -‘ 9½ .

Heimild: Wikipedia