Hver er kylfingurinn: Shane Lowry?
Shane Lowry sigraði á 148. Opna breska risamótinu, sem stóð 18.-21. júlí 2019 á Royal Portrush.
En hver er Lowry?
Shane Lowry fæddist 2. apríl 1987 í Mullingar, County Westmeath, á Írlandi og er því 32 ára. Shane er sonur írska knattspyrnumannsins Brendan Lowry. Shane er 1,85 m á hæð og 102 kg.
Hann er kvæntur Wendy Honner (2006) og saman eiga þau dótturina Írisi.
Besti árangur Lowry í risamóti fram að sigrinum í gær var T-2 árangur á Opna bandaríska 2016.
Aðrir stórsigrar hans eru sigur hans í Opna írska fyrir 10 árum (2009) meðan hann var enn áhugamaður og sigur á Bridgestone heimsmótinu 2015.
Lowry lærði að spila golf í Esker Hills golfklúbbnum, þar sem hann hóf áhugamannsferil sinn. Hann var í Athlone Institute of Technology á styrk og lauk prófi þaðan með Higher Certificate in Sport and Recreation.
Lowry sigraði á Irish Amateur 2007 þar sem hann hafði betur gegn Niall Turner 4 & 3 í úrslitaviðureigninni. Meðan hann var enn áhugamaður 2009 sigraði hann á Opna írska, þ.e. vann Robert Rock á 3. holu í bráðabana. Með þessum sigri varð hann aðeins 3. áhugamaðurinn til þess að sigra í móti á Evróputúrnum. Hinir eru Danny Lee (2009) og Pablo Martín (2007). Lowry var í hörkustuði á mótinu lék m.a. á 62 sem er lægsta skor áhugamanns og var í forytstu frá 2. hring og til loka mótsins.
Með þessum sigri náði Lowry að verða nr. 6 á heimslista áhugamanna. Fyrirliði Walker Cup Colin Dagleish sagði sigurinn ævintýri líkastan (ens: fairytale stuff). Sigurinn var aðeins 2. sigurinn unninn af heimamanni, sá fyrsti vannst af Pádraig Harrington 2007.
Atvinnumannsferillinn
Lowry gerðist atvinnumaður í golfi viku eftir sigurinn á Opna írska, en með því fékk hann ekki að taka þátt í Walker Cup í september 2009 . Hann spilaði í fyrsta móti sínu sem atvinnumaður 28. maí 2009 á European Open, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð með skor upp á (78 73).
Lowry komst ekki í gegnum niðurskurð á fyrstu 3 mótum sínum sem atvinnumaður en fékk fyrsta tékkann 5. júlí 2009 þegar hann lauk keppni í 50. sæti á the Open de France ALSTOM. Besti árangur hans árið 2009 var 3. sætið á Dunlop Phoenix Tournament í Japan. Í janúar 2010, varð Lowry í 4. sæti á Abu Dhabi Golf Championship, en með þeim árangri fór hann inn á topp-100 á heimslistanum.
Í júní 2010 lék Lowry í fyrsta risamóti sínu, Opna breska, sem þá var haldið á St. Andrews. Í mótinu jafnaði Lowry vallarmet Nick Faldo á Sunningdale þegar hann var með hring upp á 62 högg. Lowry náði niðurskurði og lauk keppni T-37.
Fyrsti sigur Lowry sem atvinnumanns kom 2012 á the Portugal Masters í október. Hann var á 67 og T-1 með Ross Fisher, sem fékk skolla eftir að ná ekki niður 1,5 m pútti. Sigurinn kom Lowry aftur meðal efstu 100 á heimslistanum, sem varð til þess að hann hlaut keppnisrétt á the WGC-HSBC Champions.
Árið 2014 var Lowry í 2. sæti á BMW PGA Championship í maí og síðar T-9 á Opna breska sem fór fram það ár í Royal Liverpool (Hoylake), en það var besti árangur hans til þess tíma í risamóti.
Í ágúst 2015 sigrðai Lowry á WGC-Bridgestone Invitational í Bandaríkkjunum í Firestone, Akron, Ohio, átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti þ.e. Bubba Watson. Lowry hlaut með sigrinum spilarétt á PGA Tour keppnistímabilið 2015–16.
Á Opna bandaríska 2016 í Oakmont Country Club nálægt Pittsburgh, var Lowry á 5 undir pari, 65 höggum á 3. hring og var samtals á 7 undir pari 203 höggum og átti 4 högg á Dustin Johnson og Andrew Landry fyrir lokahringinn. Þessi 65 högg voru besti hringur Lowry á risamóti til þess tíma. Vegna veðurs á fimmtudegi kláraðist 3. hringur ekki fyrr en snemma á sunnudeginum og Lowry náði fuglum á tveimur af 4 holum sem hann átti eftir að spila og átti því 4 högg á næsta mann fyrir lokahringinn. Á lokahringnum barðist hann um sigurinn, en fékk síðan ólukkans skolla á 14., 15. og 16. holurnar, sem bundu endi á sigurvonir hans. Hann lauk keppni T-2 með 76 á lokahringnum.
Lowry sigraði ekki á Evróputúrnum 2016-2018 en var T-2 á DP World Tour Championship 2017 og í 2. sæti á Andalucía Valderrama Masters 2018.
Nú á þessu ári, í janúar 2019, sigraði Lowry á Abu Dhabi HSBC Championship, átti 1 högg á Richard Sterne. Lowry var með 3 högga forystu fyrir lokahringinn.
Lowry deildi forystunni með JB Holmes (8 undir pari, hvor) í hálfleik á Opna breska 2019 á Royal Portrush eftir tvo glæsihringi upp á 67 högg. Lowry átti síðan 3. hring upp á 63, sem var nýtt vallarmet á Portrush og leiddi fyrir lokahringinn með 4 höggum. Hann sigraði síðan og átti 6 högg á þann sem varð í 2. sæti Tommy Fleetwood.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024