22/02/2020. Ladies European Tour 2020. Geoff King Motors Australian Ladies Classic – Bonville. Bonville Golf Resort, Coffs Harbour, New South Wales, Australia. Feb 20-23 2020 Stephanie Kyriacou of Australia during the third round. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2020 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Stephanie Kyriacou?

Ástralski kylfingurinn og áhugamaðurinn Stephanie Kyriacou sigraði á Geoff King  Australia Ladies Classic í Bonville um sl. helgi. Kyriacou er nýorðin 19 ára, fædd 22. nóvember 2000. Pabbi hennar er af grísku bergi brotinn og mamma hennar er frá Líbanon.

Mótið var samtstarfsverkefni LET og LPGA.

Þetta er í aðeins í 10. skiptið í 42 ára sögu LET sem áhugamaður sigrar í móti á mótaröðinni.

Af því tilefni var tekið viðtal við Kyriacou af LET, sem birtist á vefsíðu mótaraðarinna, sem sjá má hér að neðan í lauslegri þýðingu.

Kyriacou er svo sannarlega nafn, sem vert er að fylgjast með í golfi!!!

Stephanie Kyriacou

Hvað er það eftirminnilegasta í golfinu? Að sigra the Australian Master of the Amateurs á Royal Melbourne sl. janúar.

Hver er lægsti hringur á ferlinum?
-9 (63) Bonville Golf Resort – 2020 Australian Ladies Classic

Í hvaða golfklúbb í Ástralíu ertu félagi?
St. Michael’s Golf Club

Hvert er uppáhaldsliðið þitt?:
South Sydney Rabbitohs

Hver er uppáhalds kylfingur þinn?:
Brooks Koepka

Hver er uppáhaldsmaturinn:
Sushi.

Hvaða íþróttamaður veitir þér mestan innblástur?:
Muhammad Ali – hann er bara með virkilega góða innstillingu.

Hvað finnst þér gaman að gera þegar þú ert ekki að spila golf:
Að fara á ströndina og borða. Ég fer alltaf á the Sushi Train.

Hverskyns Champions Dinner myndir þú bera fram ef þú sigraði á the Masters?
Mismunandi tegundir af pasta – það er svo hollt!  –

Hver myndi vera fylgdarmaður þinn og af hverju?
Jason Momoa – hann er mjög aðlaðandi nánungi.

Hver hefir haft mest áhrif á golfferil þinn og af hverju:
Pabbi, vegna óskilyrðislausrar aðstoðar og stuðnings hans við mig.

Afrekaskrá Kyriacou í golfinu er löng þrátt fyrir ungan aldur: 

2020
NSW Amateur – WOmen’s 36 hole stroke play Champion

2019
Australian Master of the Amateurs – Women’s Champion.
Queensland Women’s Amateur Champion.
Liðsmaður í NSW Women’s sveitinni – Australian Interstate Teams Champions.
Fulltrúi Ástralíu í Queen Sirikit Cup.
Komst í 32 manna úrslit í  – US Women’s Amateur holukeppni

2018
Meistari NSW Amateur – Í flokki 36 holu höggleiks kvenna.
T57 Australian Ladies Classic – Bonville
T24 Women’s NSW Open
Komst í 16 manna úrslit í US Girls Junior

2017
Komst á US Girls Junior.