Hver er kylfingurinn: Tina Miller?
Hver er kylfingurinn: Tina Miller?
Christina Mae “Tina” Miller fæddist 31. janúar 1983 í Miami í Flórida. Tina hefir spilað golf frá 7 ára aldri. Hún spilaði golf með strákaliði menntaskólans Archbishop Curley-Notre Dame High School í Míamí, þar sem hún var í 1. sæti á mörgum mótum hún keppti í. Hún var í golfhóp sem kallaði sig “The Untouchables”, sem samanstóð af henni, skólafélaga hennar úr UM, Scott Tanner og Matt Pendleton, sem útskrifaðist úr University of Florída.
Eftir farsælan feril í unglingagolfinu fékk Tina fullan skólastyrk í University of Miami (UM) í Coral Gables, í Flórída. Hún fékk m.a. inngöngu í Iron Arrow Honor Society í UM. Tina útskrifaðist frá skólanum 2005, með BA gráðu í grafískri hönnun og markaðsmál sem undirgrein.
Eftir farsæl ár í unglingagolfinu, háskólagolfinu og sem áhugamaður gerðist Tina atvinnumaður í golfi 2005 á LPGA Wendy´s Championship for Children í Dublin, Ohio, þar sem hún spilaði í boði styrktaraðila. Hún hefir tvívegis komist í lokaúrtökumót LPGA Q-school og náði m.a. holu í höggi á 4. hring nú í desember s.l. Árin 2006 og 2007 spilaði Tina á Futures Tour.
Tina giftist fótboltamanninum Rhys Lloyd, sem spilar á NFL, í febrúar 2009. Tina er því ekki bara verðandi golfstjarna heldur tilheyrir hún líka þeim hópi, sem Bandaríkjamenn kalla WAG (Wives And Girlfriends). Hún hefir síðan þá tekið þátt í golfraunveruleikaþáttum Golf Channel, Big Break og er að hugsa um frama í módelstörfum.
Heimild: Wikipedia (að hluta)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024