Hver er kylfingurinn: Xander Schauffele? (2018)
Xander Schauffele sigraði nú um sl. helgi á HSBC heimsmótinu, eftir bráðabana við Tony Finau. Hann sigraði þegar á 1. holu bráðabanans, þar sem hann fékk fugl en Finau tapaði á parinu.
Með þessum sigri eru PGA Tour sigrar þessa 25 ára Bandaríkjamanns orðnir 3: hann sigraði fyrst 9. júlí á sl. ári á Greenbrier Classic á 14 undir pari, 266 höggum (64-69-66-67) þar sem hann átti 1 högg á Robert Streb og síðan er líklega stærsti sigur hans sigurinn 24. september á sl. ári á Tour Championship, þar sem hann átti 1 högg á Justin Thomas en sigraði með skori upp á 12 undir pari, 268 höggum (69-66-65-68) á nýliðaári sínu á PGA Tour.
Margir kannast ekkert við Xander og kunna því að spyrja: Hver er kylfingurinn?
Alexander Victor Schauffele, sem gengur undir nafninu Xander Schauffele fæddist La Jolla, Kaliforníu 25. október 1993 og er því nýorðinn 25 ára. Hann á þýsk/franskan föður og móður sem er af taíwönskum/japönskum ættum.
Faðir Schauffele hefir verið eini sveifluþjálfari hans á golfferli hans. Schauffele heimspekin (ens.: The Schauffele teaching philosophy) byggir aðallega á grundvallar lögmálum um boltaflug. Xander hafði aldrei séð eiginn sveiflu þar til hann varð 18 ára.
Tveir af langöfum Schauffele spiluðu fótbolta í 1. deildum í Evrópu. Johann Hoffmanns spilaði í landsliðinu og vann marga austurríska, bæheimska og franska titla. Fyrir utan fótbolta þá brilleraði hinn langafi Xander í frjálsum, m.a. diska kasti (ens. discus throw), spjótkasti og skotfærni og vann yfir 40 titla í þessum greinum.
Áhugamannsferill
Xander Schauffele sigraði á California State High school Championship (California Interscholastic Federation, CIF) árið 20111, en hann lék fyrir Scripps Ranch High School Eftir útskrift í menntaskóla spilaði Xander Schauffele sem fyrstubekkingur í háskóla fyrir Long Beach State University, þar sem hann var valinn Big West Conference nýliði ársins 2012 sem og First Team All-Big West awards, árið 2012.
Á 2. ári í háskóla flutti Xander sig yfir til San Diego State University (SDSU), þar sem hann lék öll hin 3 háskólaár sín. Á þessum tíma í SDSU var Xander „Ping and Golfweek Third Team All-American.“ Hann fékk líka verðlaun fyrir góða akademíska frammistöðu þ.e. fékk tvívegishe Mountain West Conference All-Academic Team Award. Í SDSU á Xander enn met fyrir lægsta heildarskor í móti (−17); besta meðaltalsskor yfir feril (ens. all-time scoring average) (71.50); og metframmistöðu á tímabilum á par-5 holum (4.5135); fuglum (171) og örnum (9).
Schauffele vann Beau Hossler á California State Amateur Championship, árið 2014 í La Costa Resort and Spa. Seinna um sumarið mættust þeir Hossler aftur í Chicago’s Beverly Country Club í Western Amateur, árið 2014, þar sem Xander tapaði fyrir Beau Hossler í lokaviðureigninni á dramatískan hátt.
Á háskólaferli sínum vann Xander 3 sinnum, varð 4 sinnum í 2. sæti, varð 19 sinnum meðal efstu 5 og 27 sinnum meðal efstu 10 í 50 mótum. Xander var meðal efstu 10 á Heimslista áhugamanna þegar hann gerðist atvinnumaður, árið 2015.
Atvinnumannsferill
Eftir að Xander gerðist atvinnumaður í júní 2015, fór hann í úrtökumót til þess að komast á Web.com, þ.e. 2. deildina í bandarísku golfi. Hann var í 2. sæti á 1. stigi úrtökumótsins í Southern Dunes GC í Maricopa, Arizona. Hann vann 2. stigið íOak Valley GC í Beaumont, Kaliforníu og fékk að lokum kortið sitt á Web.com Tour á 3. og lokastiginu þar sem hann varð T-40.
Árið 2016 spilaði Xander Schauffele fullt keppnistímabil á Web.com Tour. Hann varð í 26. sæti á peningalistanum og missti af kortinu á PGA Tour fyrir 2017 keppnistímabilið og munaði þar minna en $100, enn vann sér inn kortið sitt í gegnum Web.com Tour Finals með því að landa 15. sætinu á Finals.
Á fyrsta hring sínum á Opna bandaríska 2017, sem fram fór á Erin Hills, spilaði Schauffele á 6 undir pari 66 höggum. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Opna bandaríska sem leikmaður skilaði skollalausu skorkorti upp á 66 högg eða betra í fyrsta skipti sem hann tók þátt í risamóti. Jafnframt er Schauffele einn af aðeins 15 kylfingum til þess að spila á 10 undir pari á Opna bandaríska. Eftir frábæran hring sinn upp á 66 högg, átti hann þrjá hringi upp á 73-70-69 og lauk keppni á þessu fyrsta risamóti sínu T-5, en með því tryggði hann sér spilarétt á Opna bandaríska 2018.
Þann 9. júlí 2017, sigraði Schauffele í fyrsta sinn áPGA Tour á The Greenbrier Classic. Hann hóf lokahringinn 3 höggum á eftir forystumanninum Sebastián Muñoz, sem búinn var að vera í forystu frá 1. hring. Schauffele var á 3-undir-pari, 67 höggum, á hring þar sem hann var með 2 fugla á síðustu 3 holunum og sigraði með 1 höggi yfir þann sem varð í 2. sæti, Robert Streb. Með þessum sigri vann Schauffele sér þátttökurétt á Opna breska, PGA Championship the Masters Tournament, 2018 .
Schauffele varð í 33. sæti á FedEx Cup listanum 2017. Á 3. mótinu, BMW Championship, var hann aðeins utan við 30 manna leikmannahóptinn sem fær að spila á lokamóti mótaraðarinnar, Tour Championship. Xander Schaufelle spilaði síðustu 6 holurnar á því móti á 6 undir pari – fékk fugl- fugl-örn-fugl-par og fugl. Hann varð í 26. sæti og var allt í einu kominn með þátttökurétt í 4. og lokamót PGA Tour, TOUR Championship. Öllum að óvörum sigraði hann með fugli á lokaholunni og átti 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Justin Thomas. Með þessu skrifaði Schauffele sig í golfsögubkur þar sem hann var fyrsti nýliðinn nokkru sinni til að sigra á Tour Championship. Vegna sigurs síns fór Schauffele upp um 23 sæti á FedEx Cup listanum og lauk keppni í 3. sæti og fékk $2,000,000 bónus, fyrir það, ofan á $1,575,000, sem hann fékk fyrir að sigra á Tour Championship. Með þessu fór hann líka í 32. sæti heimslistans, eða upp um 267 sæti frá 299. sætinu, sem hann var í við ársbyrjun; sem veitti honum 3 ára spilarétt á PGA allt að 2019–20 keppnistímabilsins.
Og svo 28. október 2018 bætti hann við enn einni rósinni í hnappagatið, sigri á HSBC heimsmótinu í Shanghai í Kína. Frábær kylfingur á ferð þar sem Xander Schauffele er!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024