Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 18:30

Hver er þessi Robert Garrigus sem var meðal efstu manna á BMW Championship?

Átta efstu sem fóru síðast út sunnudaginn á BMW Championship, í Carmel, Indiana, voru engir aðrir en Tiger Woods, Rory McIlroy, Phil Mickelson, Adam Scott, Vijay Singh, Lee Westwood, Dustin Johnson ….. allt stórnöfn í golfheiminum, sem draga að sér stóra skara áhorfenda….. og svo Robert Garrigus.

„Aumingja, litli, gamli Robert Garrigus. Við stungum í stúf við hina,“ sagði kylfuberinn Brent Henley og hristi höfuðið.  Svo gamall er Garrigus nú reyndar ekki – hann er fæddur 11. nóvember 1977 og því 34 ára.

Hann hefir verið nógu lengi í þessu farandhringleikahúsi, sem PGA Tour er til að vita hversu mjög hinir framangreindu 7 laða að sér áhorfendur, en Henley hélt að nú hefðu e.t.v. aðeins fleiri fengið áhuga á Garrigus …  vegna óumdeilanlegra golfhæfileika hans og sögunnar  sem hann hefir að segja.

„Við sátum bara þarna,“ sagði Henley og átti við að enginn hefði verið að veita þeim neina sérstaka athygli.

En í lok dags stóð Garrigus uppi með skor upp á 69 sem þýddi að hann deildi 4. sæti með Tiger, þremur höggum á eftir Rory og aðeins 1 höggi á eftir þeim sem deildu 2. sætinu: Mickelson og Westwood. Garrigus var sammála kylfubera sínum, en yppti bara öxlum.

„Ég nýt lífsins og fjölskyldunnar og ég er með gott lið í kringum mig,“ sem tók alls ekki sem sjálfgefnu því sem hann hafði afrekað. Hann er kominn í 20. sæti á FedExCup stigalistanum og fær nú að taka þátt í fyrsta Tour Championship móti sínu og auk þess sem hann fær hann að taka þátt í fyrsta Masters móti sínu á næsta ári, 5. Opna bandaríska á ferli sínum og aðeins 2. Opna breska.

Hann faðmaði konu sína Ami og son sinn  Robert, sem varð tveggja ára aðeins fimm dögum fyrr. Það sem skipti hann máli, sagði Garrigus, var að þau væru með honum, því hann getur svo sannarlega munað tíma þegar hann hafði ekki svona elskulegan stuðning og hann var svo að segja einn í heiminum.

Garrigus þurfti að ná tökum á fíkniefnavandamáli og hann hefir verið mjög opinskár um sögu sína. „Ég hélt að allir þekktu sögu mína,“ sagði hann og yppti öxlum rétt eins og að gefa til kynna að það væri svo sannarlega í lagi ef sagan væri ekki þekkt.

En hann segir söguna aftur og aftur ef hún getur orðið einhverjum hvatning.

„Það munu allir kynnast honum,“ sagði Henley kylfuberi. „Hann er bara rétt að komast til sjálf sín og það er svo skemmtilegt að vera í kringum hann. Hann segir allt rétt við sérhvern aðdáanda, hvern sjálfboðaliða og hann meinar það sem hann segir, en allir halda að hann sé á einhverju“

Garrigus stjórnar ekki áhuga fólks og þorsta eftir sögum um Tiger, Phil og Rory en hann hefir svo sannarlega stjórn á leik sínum og þar ber hann af. Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar þeir sem jafnast á við hann í krafti, sjálfsöryggi og högglengd.

„Ég treysti leik mínum meir en nokkur gerir,“ sagði Garrigus, sem í ár hefir þrívegis verið í 2. sæti á PGA Tour, tvisvar sinnum í 4. sæti og unnið sér inn meira en $2.5 milljónir í verðlaunafé, 7. árið sitt á Túrnum. Hann hefir aðeins unnið 1 sinni og það árið 2010. Og jafnvel þó honum sé ekki fagnað á við McIlroy, Woods eða Mickelson eða jafnvel Scott og Westy, þá hefir Garrigus þurft að sigrast á stærra svartnætti en þeir og er sterkari fyrir vikið.

„Ég var ekkert stressaður á fyrsta teig“ sagði hann um pressuna að spila á sunnudeginum á BMW Championship. „Mér stóð engin ógn af neinu á æfingasvæðinu. Það er bara ekki sá maður sem ég er.“

En hver er hann þá?

Aðeins ein af betri  sögum PGA Tour, um mann sem hefir komist yfir ýmsar þrekraunir og hefir sigrast á draugum fortíðar og spilar nú eftir bestu getu og er mót eftir mót meðal þeirra allra bestu.

„Ég get slegið fast og beint. Ég sveifla vel og það er enginn að hitta dræverinn eins vel og ég geri,“ sagði hann.

„En það er ekkert svo stórt,“ segir hann. „Það eina sem skiptir mig máli er fjölskylda – fjölskyldan og liðið í kringum mig í golfinu.“

Heimild: Golfweek