Hver er þessi Ted Potter Jr. og hvað var hann að gera að vinna Greenbrier Classic mótið?
Ted Potter Jr. er í raun svo til óþekktur kylfingur, en hann vann engu að síður Greenbrier Classic mótið á PGA mótaröðinni nú um helgina, fór upp um 135 sæti á heimslistanum þ.e. var í 218. sæti en er nú kominn í 83. sætið!!!
Og þetta kemur hjá kylfingi sem var í 148. sæti á peningalista Nationwide Tour 2010 og hóf árið í fyrra með engan keppnisrétt neinsstaðar. Hann byrjaði á því að fara í úrtökumót fyrir South Georgia Classic, komst í gegn vann mótið og hlaut aftur kortið sitt á Nationwide Tour og svo stóð hann sig svo vel að hann ávann sér rétt á PGA. Það gerðist m.a. með sigri 5 mánuðum síðar á Soboba Classic mótinu á Nationwide Tour.
Í fyrsta móti sínu á PGA, Sony Open náði Potter Jr. ágætis árangri T-13, en síðan komst hann ekki í gegnum niðurskurð í 9 af 14 mótum sem hann tók þátt í og enginn árangur var betri en 30. sætið.
„Ég veit að ég get spilað vel“ sagði Potter. „Ég hef átt í erfiðleikum á undanförnum vikum…. en ég var fullur sjálfstrausts í þessari viku.“
Daren Robinson, golfkennari í klúbbi Ted Potter Golden Hills Golf & Turf Club í Ocala, lýsir hinum sveiflu hins örvhenta Ted Potter Jr., sem heimatilbúinni. Hann fór aldrei í tíma – hafði ekki efni á því.
Hann þróaði leik sinn með því að spila sjálfur og einkum með því að spila við pabba sinn, sem var golfvallarstarfsmaður, en þeir spiluðu oft saman eftir að vaktinni lauk hjá Ted Potter eldri. Mamma Ted, Dale vann í Walmart stórmarkaðnum er líka ágætis kylfingur sem getur „breakað 80″. Foreldrar Ted gáfu honum kylfur áður en hann varð 2 ára. Ted er í raun rétthentur en hann ákvað að spila örvhent af því að hann var að stæla pabba sinn!
Hér má loks sjá hápunkta 4. dags Greenbrier Classic, mótsins sem líður Ted Potter Jr. eflaust seint úr minni SMELLIÐ HÉR:
Heimild: Golfweek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024