Hvernig kom nafnið „Amen Corner“ til?
Amen Corner er frægur hluti af golfvelli Augusta National golfklúbbsins: holur 11, 12, and 13. En af hverju nefnast þessar holur þessu nafni og hver fann upp á því. Í sögunni á bakvið „Amen Corner“ koma við sögu Arnold Palmer, frægðarhallar golffréttaritari, jazz tónlistarmenn og predikarar á götuhornum.
Uppruni nafnsins „Amen Corner“
Á síðasta degi Masters risamótsins 1958 spilaði kóngurinn, Arnold Palmer, stórkostlegt golf á holum 11, 12 og 13 og sigraði síðan mótið. Eftir sigur Palmer skrifaði golffréttaritarinn Herbert Warren Wind grein í Sports Illustrated, þar sem hann vísaði til þessa hluta golfvallarins sem „Amen Corner.“ Þetta nafn hefir síðan festst við þennan hluta golfvallar Augusta National.
Hvað varð til þess að Palmer veitti Wind innblástur í notkun nafnsins „Amen Corner“
Eftir rigningu nóttina áður tók mótsstjórn í notkun staðarreglu um að festa bolta mætti lyfta upp og droppa án vítis. Og auðvitað reyndi á nýju staðarregluna á lokahringnum í sambandi við einn af forystumönnunum. Á 12. holu flaug bolti Palmer á flöt og festist í bakka bakvið hana. En dómarinn var ekki með nýju staðarregluna á hreinu og sagði Palmer að hann yrði að spila boltann þar sem hann lá.
Þannig að Palmer hjó boltann úr föstu stöðunni og var með skramba á Golden Bell (par-3 12. holu Augusta). Síðan, í vafa með dóm dómarans droppaði Palmer öðrum bolta nálægt þar sem bolti hans hafði festst og var á parinu með 2. bolta sínum. Palmer beið síðan eftir niðurstöðu æðra setts dómara sem ákveða átti hvort hinna tveggja skora á holu hans teldi. Ken Venturi (aðal keppinautur Palmer) hélt því alltaf fram að Palmer hefði láðst að tilkynna áður en hann spilaði fyrsta bolta sinn að hann ætlaði að droppa 2. bolta, eins og krafist er þegar kylfingur kemur öðrum bolta í leik vegna óvissu um hvernig halda eigi áfram. Palmer hélt því alltaf fram að hann hefði gefið til kynna áfordm sín um að halda áfram með 2. bolta sínum.
Á vefsíðu Masters segir að Palmer og Venturi hafi síðan haldið áfram meðan að reglunefndin velti stöðunni fyrir sér.
„Nefndin var beðin um að taka ákvörðun um hvort staðarreglan ætti við og ef svo væri hvort skorið ætti að gilda. Á 13. holu, enn í óvissu um hver ákvörðun nefndarinnar væri setti Palmer niður 6 metra pútt fyrir erni. Þegar Palmer var að spila 15. holu þá var honum sagt að hann hefði farið rétt að á 12. holu og að skor hans á Golden Bell hefði verið 3 högg, sem lagði grunninn að fyrsta risamótssigri hans. „
Grein Wind í Sports Illustrated Article
Grein Wind í Sports Illustrated þar sem hann lýsti mótinu og þá sérstaklega atburðunum á þessum parti vallarins hefst á eftirfarandi orðum:
„On the afternoon before the start of the recent Masters golf tournament, a wonderfully evocative ceremony took place at the farthest reach of the Augusta National course — down in the Amen Corner where Rae’s Creek intersects the 13th fairway near the tee, then parallels the front edge of the green on the short 12th and finally swirls alongside the 11th green.“
(Lausleg þýðing: „Á síðdeginu fyrir upphaf núverandi Masters golfmótsins tók dásamlega endurminningaframkallandi athöfn fram í fjærsta hluta golfvallar Augusta National – í Amen Corner þar sem Rae´s Creek (áin þar) sker 13. brautina nálægt teig, og er síðan samsíðan fremri hluta flatarinnar og hinni stuttu 12. og að lokum sveigir samhliða 11. flöt.“)
Og allt síðan Wind birti grein sína hafa kylfingar jafnt sem golfáhangendur nefnt 11, 12 og 13 brautir Augusta National „Amen Corner“.
(Reyndar skilgreindi Wind Amen Corner sem högg á 11. flöt, alla 12. braut og síðan teighöggið á 13. braut, en eftir því sem tíminn leið hafa allar holurnar fallið undir skilgreininguna.)
Wind útskýrði síðar hvernig hann fann upp á orðunum ‘Amen Corner’
En hvernig datt Wind nafnið „Amen Corner“ í hug? Hvað veitti honum innblástur? Árið 1984 skrifaði Wind útskýringu á því í Golf Digest. Í þeirri grein sagði Wind m.a.:
„Með nóg af tíma til þess að velta greininni fyrir mér þá fannst mér að ég yrði að reyna að upphugsa viðeigandi nafn á þessu fjarlæga horni vallarins þar sem hinir krítísku atburðir (2. boltinn sem leikinn var af Palmer) höfðu átt sér stað…. Einu samsetningarnar með orðinu „corner“ sem mér duttu í hug (fyrir utan „coffin corner“ í bandaríska fótboltanum og „hot corner“ í hornaboltanum) var lagatitillinn á gamalli Bluebird plötu.“
Lagið sem Wind flaug í hug var nefnt „Shoutin in that Amen Corner“ og þannig kom það til að „Amen Corner“ voru orðin sem hann notaði um þann hluta Augusta National, sem hann var að skrifa um. Hlusta má á lagið með því að SMELLA HÉR:
Og hvernig datt höfundi jazz lagsins í hug orðin „Amen Corner?“ Það er í raun heimilisfang í New York City. Síðla á 19. og í upphafi 20. aldar voru biblíur prentaðar í stóru upplagi á stað einum í lower New York. Á sama svæði komu saman götupredikarar til þess að kalla fram sögur sínar um syndaaflausn og fyrirgefningu syndanna.
Eða eins og lesandinn Chris Jenkins, sem fyrst benti á þennan uppruna sögunnar sagði:„Það voru svo mörg „Amen!“ hróp sem heyrðust á hverjum degi að hugtakið „Amen Corner“ festist við staðinn. Í fjölskyldubiblíu okkar sem hefir verið í fjölskyldunni í mörg ár segir að heimilsifang útgefanda biblíunnar sé „Amen Corner, New York City.“
Önnur „Amen horn“ (Amen Corners)
Í nútíma ensku er „amen corner“ slangur sem hefir þróast með tímanum. Það er notað yfir „jábræður“. Dæmi: Þegar segja á„Þannig að forstjórinn er umkringdur „jábræðrum“ þá er það eitthvað á þessa leið á ensku: „so the boss is surrounded by an amen corner.“
Á miðjum 7. áratugnum var hópur vina í Wales sem stofnaði rokkgrúppuna Amen Corner. Þetta band átti nokkra smelli í Bretlandi skv. Wikipedia og það nefndi bandið ekki eftir holunum á Augusta National heldur klúbb í Wales sem nefndist „The Amen Corner“. Þessi klúbbur tók nafn sitt upp eftir jazz plötunni eða götuhornapredikurunum í New York. The Masters hefir hingað til ekki að þessu leytinu haft áhrif á popp kúltúrinn fyrir utan golfið, að svo komnu máli.
En í dag, ef farið er framhjá stað sem ber nafnið „Amen Corner“, sérstaklega ef sá staður er nálægt golfvelli, þá sækir nafngiftin væntanlega innblástur sinn í 11., 12. og 13. holur Augusta National.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024