Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2019 | 18:00

Hvernig Lowry fagnaði sigrinum

Shane Lowry er sigurvegari Opna breska 2019 og Írar réðu sér ekki fyrir gleði, eftir sigur hans í gær.

Aðalmaður þeirra, Rory McIlroy, komst ekki í gegnum niðurskurð í mótinu þrátt fyrir frábæran 2. hring upp á 65 högg og munaði aðeins 1 sárgrætilegu höggi; Rory sem ekki tók þátt í Opna írska við lítinn fögnuð landsmanna sinna til þess að geta verið sem best undirbúinn undir Opna breska – Sjá m.a. grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  

Shane Lowry hins vegar er hetja Íra – hann spilaði bæði í Opna írska (lauk keppni T-34) og Opna breska og er sigurvegari Opna breska!!! Þetta er jafnframt fyrsti sigur Lowry á risamóti í golfi!

Sjá má hér ýmis myndskeið með Shane Lowry að fagna eða fagn honum til heiðurs:

Hér má sjá Lowry á blaðamannafundi eftir mótið og úti á velli að knúsa eiginkonu sína, Wendy og dóttur Írisi – Sjá með því að  SMELLA HÉR: 

Hér má sjá Lowry á írskri krá að syngja og fagna SMELLIÐ HÉR:

Hér má sjá íbúa Clara Town fagna, en það er heimabær Shane Lowry á Írlandi – Sjá með því að SMELLA HÉR: