Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2012 | 11:00

Hvert er lægsta skráða skor á 18 holu golfhring?

Að segja fyrir um hvert sé lægsta skor á 18 holu golfhring er erfitt vegna þess að enginn opinber aðili hefir eftirlit né heldur utan um hvert lægsta skorið sé. Heimsmetabók Guiness segir að „heimsmetið” séu 55 högg, en þeir hjá Guiness viðurkenna aðeins skor, sem fengist hafa í keppnum og eins verður völlurinn að vera af tiltekinni lengd.

Hægt er að fullyrða að enginn hefir spilað á 54 höggum svo skráð hefir verið, en hins vegar hafa verið skráðir tveir hringir upp á 55 högg.

Fyrri hringinn upp á 55 högg átti atvinnukylfingurinn Homero Blancas. Blancas spilaði á PGA Tour á árunum milli 1960 og 1970 og síðar á Champions Tour; hinn hringinn á Ástralinn Rhein Gibson.

Homero Blancas.

Árið 1962 þ.e. fyrir 50 árum þegar Blancas var áhugamaður og spilaði á Premier Invitational, í Longview, Texas átti Blancas þennan lægsta hring ferils síns, 27 högg á fyrri 9 og 28 á seinni 9. Hann var með 13 fugla og 1 örn og þurfti aðeins 20 pútt á hringinn.

Golfvöllurinn sem Blancas fékk 55 höggin sín á er ekki lengur til. Það var 9 holu völlur með mismunandi teigastaðsetningum til þess að fyrri og seinni 9 spiluðust ekki eins. Völlurinn var aðeins lengri en 5000 yardar (þ.e. u.þ.b. 4575 metrar) par-70 og með litlar flatir og utan-vallarmarka hvíta hæla.

Eitt sinn var hringur Blancas upp á 55 högg skráður í Guiness heimsmetabókina. En þeir hjá Guiness settu síðan upp önnur viðmið um að golfvöllur yði að vera a.m.k. 6500 yarda (5.944 metra) til þess að fá 55 högga metið skráð og var met Blancas afskráð.

Aðeins var vitað um þennan hring upp á 55 högg í keppni þar til Ástralinn Rhein Gibson spilaði hring upp á 55 högg þann 12. maí 2012 í  River Oaks Golf Club í Edmond, Oklahoma.  Ólíkt vellinum sem Blancas spilaði á var hér um að ræða fullvaxinn 18 holu par-71 golfvöll, 6850 yarda að lengd (6263.64 metra).

Rhein Gibson.

Gibson hóf leik á 10. teig, paraði fyrstu holuna og fékk síðan örn, fugl örn og svo 5 fugla í röð og lauk fyrri 9 (þ.e. seinni 9 á vellinum á 26 yfir pari). Á brautum vallarins nr. 1-9 (þ.e. á seinni 9 Gibson) fékk hann 2 pör, 3 fugla, par og aftur 3 fugla og spiluðust þær á 29 höggum og völlurinn samtals á 55 höggum.

Aðeins í vikunni þar á undan hafði Gibson sett vallarmet upp á 60 högg.  Skor hans upp á 55 er  nýtt vallarmet, sem erfitt verður að bæta.

Gibson er 26 ára, upprunalega frá New South Wales í Ástralíu og spilaði í háskólagolfinu í NAIA School Oklahoma Christian. Á sínum tíma var Gibson nr. 1444 á heimslistanum.

Heimild: golf.about.com