Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2018 | 14:00

Immelman á krossgötum

Suður-afríski kylfingurinn Trevor Immelman er á krossgötum.

Þessi fyrrum Masters sigurvegari segist vera að sætta sig við að hann geti ekki lengur reglulega keppt við bestu kylfinga heims þó að hann haldi í daufa „vonarglætu“.

Eitt af því sem ýtti undir vonarglætu Immelman er frábær hringur upp á 64 högg núna í gær á Opna skoska, sem fram fer á Gullane vellinum nálægt Edinborg.

Þarna sáust fornir glæsitaktar Immelman, þeir sömu og leiddu hann til sigurs á Augusta National 2008, þegar hann keppti við sjálfan Tiger um sigurinn.

En sl. áratugur frá þessum hátindi Immelman, sem nú vinnur sem golffréttaskýrandi, hefir verið þrautaganga meiðsla og veikinda, þannig að hann hefir fallið á heimslistanum niður í 1959. sætið.

Ef Immelman verður á meðal efstu 10 í Gullane gæti það orðið til þess að hann fái þátttökurétt á Opna breska í Carnoustie, en varðandi það hvort leikur hans sé nógu góður til þess að land öðrum risatitli, tja … Immelman fer ekki í grafgötur með álit sitt á því.

„Ég er nokkuð viss um að hann (leikur hans) er það ekki. Þetta er mjög erfiður tími andlega séð fyrir kylfing, en allir verða að horfast í auga við þetta á einhverjum tíma. Það sem er erfitt er að golfið verður svo mikill hluti af lífi manns.“

Golfið verður gríðarlegur partur af lífi manns og hættan er að maður fari að lifa og deyja fyrir hvert högg og hvert mót. Spila ég i Rolex Series? Fæ ég að taka þátt í Opna breska? Eða bara hvaða risamóti sem er? Ef maður gerir þetta í meira en áratug þá fjarar undan manni. Og allt í einu er maður í einskismannslandi.

En leikurinn hefir virkilega verið mér góður. Ég hef ekkert til að kvarta yfir. Ég var heppinn að spila mitt besta þegar Tiger var upp á sitt besta og ég græddi vel á því í nokkur ár. Þetta er 20. árið mitt á túrnum og í öðrum íþróttum þekkist það varla.“

En ástríðan og þessi vonarglæta verða alltaf til staðar.“