Ingvar Andri Magnússon, GKG. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2015 | 20:30

Ingvar Andri bæði efnilegasti karlkylfingurinn og stigameistari í drengjaflokki!!!

Ingvar Andri Magnússon, GR, sópaði til sín bikurum á Uppskeruhátíð GSÍ í gær, en hann var bæði valinn efnilegasti kylfingurinn í karlaflokki og varð auk þess stigameistari í flokki drengja 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Ingvar Andri sigraði í 4 mótum í sínum flokki á keppnistímabilinu, sem er stórglæsilegt!!!

F.v.: Birna bankastjóri Íslandsbanka,, Ríkharður Már, GM sem varð í 3. sæti og stigameistari í drengjaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015, Ingvar Andri og Haukur Örn, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1

F.v.: Birna bankastjóri Íslandsbanka,, Ríkharður Már, GM sem varð í 3. sæti og stigameistari í drengjaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2015, Ingvar Andri og Haukur Örn, forseti GSÍ. Mynd: Golf 1

Efstu 3 í  drengjaflokki á stigalista Íslandsbankamótaraðarinnar urðu:
1. Ingvar Andri Magnússon, GR, 8262.50 stig.
2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 7972.50 stig.
3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM, 6205.00 stig.

Ingvar Andri er búinn að standa sig gríðarlega vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar  – hann sigraði strax á 1. mótinu upp á Skaga á Garðavelli og Ragnar Már Ríkharðsson varð í 2. sæti!

Frá vinstri: Pálmi Haraldsson frá Íslandsbanka: Birkir Orri, Ingvar Andri, Ragnar Már. Mynd: Guðmundur Sigvaldason, Leynir:

Frá vinstri: Pálmi Haraldsson frá Íslandsbanka: Birkir Orri, Ingvar Andri, Ragnar Már. Mynd: Guðmundur Sigvaldason, Leynir,

Í 2. móti Íslandbankamótaraðarinnar, sem var Íslandsmótið í holukeppni sigraði Kristján Benedikt Sveinsson, GA og er því Íslandsmeistari í holukeppni drengja 2015. Í 3. sæti varð Ragnar Már, GM en Ingvar Andri datt út í 8 manna úrslitum.

Íslandsmeistarinn í holukeppni drengja Kristján Benedikt Sveinsson, GA (f.m.); T.v.: Ragnar Már Ríkharðsson, GM 3. sæti og Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 2. sætið. Mynd: Golf 1

Íslandsmeistarinn í holukeppni drengja Kristján Benedikt Sveinsson, GA (f.m.); T.v.: Ragnar Már Ríkharðsson, GM 3. sæti og Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 2. sætið. Mynd: Golf 1

Þriðja mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík. Enn sigraði Ingvar Andri og var á lágu skori samtals á 7 undir pari;  átti tvo stórglæsilega hringi báða undir 70; 65 og 68 högg!!!  Kristján Benedikt, GA varð í 2. sæti á 1 yfir pari og Ragnar Már, GM í 5. sæti á 12 yfir pari.

F.v.: Arnór Snær (GHD), Ingvar Andri (GR) Íslandsmeistari drengja í höggleik 2015, Kristján Benedikt (GA). Mynd: GSÍ

F.v.: Arnór Snær (GHD), Ingvar Andri (GR) Íslandsmeistari drengja í höggleik 2015, Kristján Benedikt (GA). Mynd: GSÍ

Íslandsmótið í höggleik í drengjaflokki, sem var 4. mótið á Íslandsbankamótaröðinni fór fram  17.-19. júlí 2015. Í drengjaflokki voru 31 þátttakandi, sem lauk keppni. Íslandsmeistari í höggleik drengja varð Ingvar Andri Magnússon, en hann  lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (73 77 75). En einn glæsiárangurinn  Kristján Benedikt Sveinsson GA, varð í 2. sæti á  10 yfir pari (68 76 82) og Ragnar Már Ríkharðsson, GM í 5. sæti á 18 yfir pari (84 71 79).  Ingvar Andri er því Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki 2015.

Ingvar Andri sigurvegari 5. móts Íslandsbankamótaraðarinnar f.m. Mynd: gsimyndir.net

Ingvar Andri sigurvegari 5. móts Íslands-bankamótaraðarinnar f.m. Mynd: GSÍ

Á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi var Ingvar Andri á langlægsta skorinu yfir allt mótið 4 undir pari (70 68) sem var stórglæsilegt, auk þess sem hann vann auðvitað drengjaflokkinn. Kristján Benedikt GA varð í 2. sæti í því móti og Ragnar Már Ríkharðsson í 16. sæti.

igurvegarar á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2015 á Hvaleyrinni. Mynd: GSÍ

Sigurvegarar á 6. móti Íslandsbanka-mótaraðarinnar 2015 á Hvaleyrinni. Mynd: GSÍ

Sjötta og síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni í ár fór fram á Hvaleyrarvelli.  Þar hafnaði Ingvar Andri í 6. sæti en sigurvegari mótsins var Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Kristján Benedikt Sveinsson, GA varð í 3. sæti í mótinu