Ingvar Andri sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ
Það var Ingvar Andri Magnússon, 12 ára, úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013.
Hann spilaði hreint út sagt frábært golf, sem gaman var að fylgjast með!
Það voru strákarnir í yngsta aldurhópnum í mótinu, Ingvar Andri og heimamaðurinn Kristófer Karl Karlsson, GKJ, sem stóðu sig eins og hetjur og Ingvar Andri stóð síðan uppi sem sigurvegari. Kristófer Karl hafnaði í 3. sæti.
Í lokin voru það Ingvar Andri og Benedikt Árni Harðarson, GK, sem voru einir eftir af þeim 10 sem hófu keppnina.
Úrslitaeinvígið fór fram á 16. braut Hlíðarvallar og þar sigraði Ingvar Andri með pari.
Á teig var hann spurður að því af fréttamanni Stövar 2 hvort hann væri ekki stressaður og Ingvar Andri sagðist vera svolítið stressaður.
Aðspurður hvort hann hefði æft stutta spilið, var svarið stutt og laggott: „Já.“ Enda kom það á daginn!!
Langa spilið var ekkert síðra og reyndar ekki að sjá neina veika parta í leik Ingvars Andra. Hann átti fallegt dræv af teig sem endaði því miður í einni af hæðunum sem aðskilja 2. og 16. braut. Högg hans var aðeins framar en högg Benedikts, en högg Benedikt þó nær braut.
Lega Ingvars var ekkert sú einfaldasta en hann stóð í halla þegar hann sló aðhögg sitt með fréttamenn beint ofan í sig við myndatökur. En Ingvar Andri lét það ekkert á sig fá – með einbeitinguna og rólegheitin í góðu lagi! Og aðhögg hans var flott!!!
Ingvar Andri sló bolta sínum hægra megin við flöt í beina línu við stöng og átti síðan frábært vipp inn á flöt, sem næstum fór í holu fyrir fugli!!! Ingvar Andri átti síðan létt par-pútt fyrir sigri, en Benedikt var áður búinn að missa par-pútt sitt, sem var af u.þ.b. 2 metra færi.
Unglingaeinvígið 2013 var einstaklega skemmtilegt og verðlaunin ekki af verri endanum en efstu 6 fengu Samsung Galaxy síma!
Svona var röð þeirra sem 9 sem duttu úr keppni þar til Ingvar Andri Magnússon, GR, stóð einn eftir uppi, sem sigurvegari:
Kristófer Orri Þórðarson GKG – féll úr á 1. holu
Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG – féll úr á 2. holu
Aron Snær Júlíusson GKG – féll úr á 3. holu
Arnór Snær Guðmundsson GHD – féll úr á 4. holu
Saga Traustadóttir GR – féll úr á 5. holu
Stefán Þór Bogason GR – féll úr á 6. holu
Birgir Björn Magnússon GK – féll úr leik á 7. holu
Kristófer Karl Karlsson GKj. – féll úr leik á 8. holu og hafnaði í 3. sæti
Benedikt Árni Harðarson GK, – féll úr leik á 9. holu og hafnaði í 2. sæti
Sjá má flotta umfjöllun um Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ á facebook síðu mótsins SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024