Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2013 | 08:30

Íslandsbankamótaröð unglinga (4) hefst í Mosfellsbæ í dag

Fjórða mótið á Íslandsbankamótaröð unglinga er leikið á Hlíðavelli, Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbænum. Mikill metnaður er hjá klúbbnum að gera umgjörð mótsins sem besta fyrir kylfingana þar sem þetta er í fyrsta sinn sem stigamót á vegum GSÍ er leikið á hinum nýstækkaða 18 holu velli.

Í fyrsta skipti á Íslandsbankamótaröð unglinga, verður hægt að fylgjast með skori kylfinga eftir 5 og 9 holur á www.golf.is með því að velja mótaskrá-unglingamót-Íslandsbankamótaröðin-núverandi staða-velja flokk kylfings –sækja-og smella svo á nafn viðkomandi.

Einnig fá kylfingar drykk og fleira á 10.teig í boði Rolf Johansen. Allir eru velkomnir á Hlíðavöll að fylgjast með þessum hæfileikaríku kylfingum.

Þessir hófu leik í morgun

Þessir hófu leik í morgun kl. 7:30 f.v.: Arnór Tumi Finnsson, GB, Gústaf Orri Bjarkason, GK og Skúli Ágúst Arnarson, GO. Mynd: golf.is