Íslandsbankamótaröðin 2019 (3): Ljóst hverjir mætast í 16 manna úrslitum
Nú liggur fyrir hverjir mætast í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2019, en mótið er það 3. á Íslandsbankamóta- röðinni.
Mótið fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 14.-16. júní 2019.
Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR :
Hér að neðan má sjá hverjir efstu 16 komust í holukeppnishluta mótsins, en á fyrsta degi var spilaður höggleikur:
Sá sem var á besta skorinu af öllum keppendum var Ragnar Már Ríkharðsson, GM, en hann er í flokki 19-21 árs og lék Húsatóftavöll á 4 undir pari, 66 glæsihöggum!!!
Best í öðrum flokkum voru:
Markús Marelsson GKG (flokkur 14 ára og yngri stráka) en hann var jafnframt á næstbesta skorinu yfir keppendur í heild, á 2 undir pari, 68 glæsihöggum!
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR var best í stelpuflokki (14 ára og yngri stelpna) lék á 5 yfir pari, 75 flottum höggum.
Dagur Fannar Ólafsson, GKG og Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR léku best í drengjaflokki (15-16 ára) voru báðir á 2 yfir pari, 72 höggum.
Eva María Gestsdóttir, GKG lék best í telpuflokki (15-16 ára) og var einnig á besta skorinu af kvenkynskeppendum í mótinu þ.e. var á sléttu pari, 70 flottum höggum!!!
Tómas Eíríksson Hjaltested, GR var bestur í piltaflokki (17-18 ára) lék Húsatóftavöll á 1 undir pari, 69 glæsihöggum og var á 3. besta skorinu yfir alla keppendur.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA lék síðan best í stúlkuflokki (17-18 ára) var á 1 yfir pari, 71 flottum höggum!!!
Hér má sjá hverjir komust í 16/8 manna úrslit:
Stelpuflokkur 14 ára og yngri
Strákaflokkur 14 ára og yngri
Telpuflokkur 15-16 ára
Drengjaflokkur 15-16 ára
Stúlkur 17-18 ára
Piltar 17-18 ára
Piltar 19-21 árs
Í aðalmyndaglugga: Ragnar Már Ríkharðsson, GM. Mynd: Golf 1
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024