Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 19:00

Íslandsmót golfklúbba 2021: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari karla 50+ í 3. deild

„Íslandsmót golfklúbba í 3. deild karla +50 ára flokki fór fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst.

Golfklúbbur Fjallabyggðar stóð uppi sem sigurvegari í 3. deild. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í 2. sæti og Golfklúbbur Hveragerðis fékk þriðju verðlaun. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt í 3. deild karla í +50 ára flokknum að þessu sinni.“

Karlasveit GFB var skipuð þeim Fylki Þór Guðmundssyni, Grími Þórissyni, Sigurbirni Þorgeirssyni og Þorleifi Gestssyni. Liðsstjóri: Grímur Þórisson.

Þetta er búið að vera ótrúlegt ár há Sigurbirni því auk þess að vera Íslandsmeistari 50+ á Íslandsmóti golfklúbba, þá er hann Íslandsmeistari 50+ (varð það nú fyrr í sumar á sama velli þ.e. Vestmannaeyjavelli) og er auk þess klúbbmeistari karla í GFB nú í ár, sem mörg undanfarin ár!

Golf 1 óskar GFB innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og uppfærsluna í 2. deild!!!

Texti (innan gæsalappa) og mynd: GSÍ. – Á mynd í aðalmyndaglugga f.v.:  Grímur Þórisson,  Fylkir Þór Guðmundsson, Sigurbjörn Þorgeirsson og Þorleifur Gestsson.