Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 20:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: Golfklúbburinn Vestarr sigraði í 5. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 5. deild karla fór fram á Silfurnesvelli hjá Golfklúbbi Hornafjarðar dagana 12.-14. ágúst.

Alls tóku 5 lið þátt í þessari deild. Keppt var í einum riðli og leikin var ein umferð.

Efsta liðið fer upp í 4. deild. Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.

Golfklúbburinn Vestarr, GVG, frá Grundarfirði stóð uppi sem sigurvegari og fer upp í 4. deild á næsta ári.

Eftirfarandi skipuðu sigurlið Vestarrs: Feðgarnir Ásgeir Ragnarsson og Heimir Þór Ásgeirsson auk Sigurþórs Jónssonar og Hinriks Konráðssonar. 

Golfklúbburinn Jökull, frá Ólafsvík, varð í öðru sæti og heimamenn í Golfklúbbi Hornafjarðar enduðu í þriðja sæti.

Sjá má lokastöðuna í 5. deild karla með því að SMELLA HÉR: