Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2024 | 17:00

Íslandsmót golfklúbba 2024: GL Íslandsmeistari í 2. deild karla 50+

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 2. deild karla 50 ára og eldri fór fram á Vestmannaeyjavelli 22.-24. ágúst sl.

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi er Íslandsmeistari í 2. deild karla 50+ á Íslandsmóti golfklúbba 2024, eftir 3,5-1,5 sigur í úrslitaleik gegn golfklúbbi Fjallabyggðar.

Lokastaðan í 2. deild karla +50:

1. GL, Golfklúbburinn Leynir, Akranes
2. GFB, Golfklúbbur Fjallabyggðar
3. GM, Golfklúbbur Mosfellsbæjar
4. NK, Nesklúbburinn
5. GSG, Golfklúbbur Sandgerðis
6. GV, Golfklúbbur Vestmannaeyja
7. GH, Golfklúbbur Húsavíkur
8. GB, Golfklúbbur Borgarness

*GB féll í 3. deild

Íslandsmeistarasveit GL í 2. deild karla 50+ var svo skipuð: Þórður Emil Ólafsson;  Þórður Már Jóhannesson;  Sigurður Elvar Þórólfsson; Kristján Kristjánsson;  Pétur Vilbergur Georgsson; Halldór B Hallgrímsson og
Kristvin Bjarnason.

Liðsstjóri var Þórður Emil Ólafsson.

Sjá má öll úrslit í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR: