Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 06:37

Íslandsmót golfklúbba: GKG varð Íslandsmeistari í 1. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 25.-27. júlí 2024.Í

GKG og Keilir léku til úrslita um titilinn þar sem að GKG sigraði 4-1.

Sveit GK á Íslandmóti golfklúbba í 1. deild karla 2024, sem varð í 2. sæti. Mynd: GSÍ

Þetta er í 9. skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.

Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2. GKG sigraði GA 4,5-0,5.

Alls kepptu átta lið um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024.

Lokastaðan:

1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE

Sjá má úrslit allra viðureigna á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild karla með því að SMELLA HÉR: 

Íslandsmeistarasveit GKG 2024 í 1. deild karla var svo skipuð:

1 Ragnar Már Garðarsson

2 Sigurður Arnar Garðarsson

3 Aron Snær Júlíusson, núverandi Íslandsmeistari 2024 í höggleik karla

4 Gunnlaugur Árni Sveinsson

5 Kristófer Orri Þórðarson

6 Róbert Leó Arnórsson

7 Hjalti Hlíðberg

8 Guðjón Frans Halldórsson

Liðsstjóri: Andrés Jón Davíðsson

_________________________

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961.

Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 25 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 9, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Suðurnesja 3, og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 4 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.

Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi í karlaflokki:

1961 Golfklúbbur Akureyrar
1962 Golfklúbbur Akureyrar
1963 Golfklúbbur Akureyrar
1964 Golfklúbbur Akureyrar
1965 Golfklúbbur Akureyrar
1966 Golfklúbbur Akureyrar
1967 Golfklúbbur Reykjavíkur
1968 Golfklúbbur Reykjavíkur
1969 Golfklúbbur Reykjavíkur
1970 Golfklúbbur Reykjavíkur
1971 Golfklúbbur Akureyrar
1972 Golfklúbbur Reykjavíkur
1973 Golfklúbbur Suðurnesja
1974 Golfklúbburinn Keilir
1975 Golfklúbbur Reykjavíkur
1976 Golfklúbbur Reykjavíkur
1977 Golfklúbburinn Keilir
1978 Golfklúbburinn Keilir
1979 Golfklúbbur Reykjavíkur
1980 Golfklúbbur Reykjavíkur
1981 Golfklúbbur Reykjavíkur
1982 Golfklúbbur Suðurnesja
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbbur Reykjavíkur
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbburinn Keilir
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbburinn Keilir
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbburinn Keilir
1994 Golfklúbbur Reykjavíkur
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbbur Suðurnesja
1997 Golfkúbbur Reykjavíkur
1998 Golfklúbbur Akureyrar
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbburinn Keilir
2001 Golfklúbbur Reykjavíkur
2002 Golfklúbbur Reykjavíkur
2003 Golfklúbbur Reykjavíkur
2004 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2005 Golfklúbburinn Kjölur
2006 Golfklúbburinn Kjölur
2007 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2013 Golfklúbburinn Keilir
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2016 Golfklúbburinn Keilir
2017 Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2018 Golfklúbburinn Keilir
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2021 Golfklúbbur Reykjavíkur
2022 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2023 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2024 Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar

Fjöldi titla: Golfklúbbur Reykjavíkur (25) Golfklúbburinn Keilir (15) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (9) Golfklúbbur Akureyrar (8) Golfklúbbur Suðurnesja (3) Golfklúbburinn Kjölur (2) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (2)