Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2024 | 05:30

Íslandsmót golfklúbba: GM Íslandsmeistari í 1. deild kvenna 3. árið í röð!!!

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 25.27. júlí.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði og varði titlinn en GM hefur sigrað síðustu þrjú ár í röð.

Í úrslitaleiknum léku GM og GK þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5.

Sveit GK í Íslandsmóti golfklúbba 2024 – GK varð í 2. sæti. Mynd; GSÍ

 

Alls tóku sjö lið í 1. deild kvenna í keppninni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024.

Liðunum var skipt í tvo riðla.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit.

Til undanúrslita léku:

GK – GR  3 – 2.
GM – GKG  3,5 – 1,5.

Ekkert lið féll úr efstu deild þar sem að sjö lið tóku þátt.

Lokastaðan:

1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbburinn Oddur, GO
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS

Sjá má úrslit allra viðureigna með því að SMELLA HÉR: 

Íslandsmeistarasveit GM 2024 var svo skipuð:

1 Kristín Sól Guðmundsdóttir

2 Arna Rún Kristjánsdóttir

3 Auður Bergrún Snorradóttir

4 Berglind Erla Baldursdóttir

5 Eva Kristinsdóttir

6 Sara Kristinsdóttir

7 Heiða Rakel Rafnsdóttir

8 Katrín Sól Davíðsdóttir

Liðsstjóri: Arna Kristín Hilmarsdóttir

———————————————-

Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki árið 1982. Mótið í ár er það 43. í röðinni. Frá árinu 1982 hafa 4 klúbbar fagnað þessum titli.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur oftast sigrað eða 22 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla,

Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 6 titla þar af eru þrír titlar þegar Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ var til.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hefur tvívegis fagnað sigri í efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba.

Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba hafa eftirfarandi klúbbar orðið:

1982 Golfklúbbur Reykjavíkur
1983 Golfklúbbur Reykjavíkur
1984 Golfklúbbur Reykjavíkur
1985 Golfklúbburinn Keilir
1986 Golfklúbbur Reykjavíkur
1987 Golfklúbbur Reykjavíkur
1988 Golfklúbbur Reykjavíkur
1989 Golfklúbburinn Keilir
1990 Golfklúbbur Reykjavíkur
1991 Golfklúbburinn Keilir
1992 Golfklúbbur Reykjavíkur
1993 Golfklúbbur Reykjavíkur
1994 Golfklúbburinn Keilir
1995 Golfklúbburinn Keilir
1996 Golfklúbburinn Keilir
1997 Golfklúbburinn Keilir
1998 Golfklúbburinn Kjölur
1999 Golfklúbbur Reykjavíkur
2000 Golfklúbbur Reykjavíkur
2001 Golfklúbburinn Kjölur
2002 Golfklúbburinn Keilir
2003 Golfklúbburinn Keilir
2004 Golfklúbbur Reykjavíkur
2005 Golfklúbbur Reykjavíkur
2006 Golfklúbburinn Keilir
2007 Golfklúbburinn Kjölur
2008 Golfklúbburinn Keilir
2009 Golfklúbburinn Keilir
2010 Golfklúbbur Reykjavíkur
2011 Golfklúbbur Reykjavíkur
2012 Golfklúbbur Reykjavíkur
2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2014 Golfklúbburinn Keilir
2015 Golfklúbbur Reykjavíkur
2016 Golfklúbbur Reykjavíkur
2017 Golfklúbbur Reykjavíkur
2018 Golfklúbbur Reykjavíkur
2019 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2020 Golfklúbbur Reykjavíkur
2021 Golfklúbbur Reykjavíkur
2022 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2023 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
2024 Golfklúbbur Mosfellsbæjar