Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2024 | 05:52

Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 3. deild karla fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis dagana 16.-18. ágúst sl.

Alls voru 8 klúbbar sem tóku þátt.

Efsta liðið fór upp í 2. deild og neðsta liðið féll  í 4. deild.

Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB, og Golfklúbbur Borgarness, GB léku til úrslita um sigurinn.

Þar hafði GFB betur, 3-0. Golfklúbbur Byggðarholts, GBE, frá Eskifirði varð í þriðja sæti eftir 2-1 sigur gegn Golfklúbbi Húsavíkur um þriðja sætið.

Golfklúbburinn Mostri frá Stykkishólmi féll í 4. deild.

Íslandsmeistarasveit karla í 3. deild, á Íslandsmóti golfklúbba 2024, var svo skipuð: Ármann Viðar Sigurðsson;  Grímur Þórisson; Kristján Benedikt Sveinsson (klúbbmeistari GFB 2024) og feðgarnir Sigurbjörn Þorgeirsson og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson.

Sjá má öll úrslit í Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild karla með því að SMELLA HÉR: