Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2024 | 07:00

Íslandsmót golfklúbba: GV Íslandsmeistari í 2. deild karla

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí.

Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári.

Golfklúbbur Vestmannaeyja og Nesklúbburinn léku til úrslita, þar sem GV hafði betur og leikur því í 1. deild á næsta ári.
Golfklúbbur Skagafjarðar féll í 3. deild.

Íslandsmeistarasveit GV í 2. deild karla skipuðu þeir: Sigurbergur Sveinsson; Örygur Helgi Grímsson; Kristófer Tjörvi Einarsson; Lárus Garðar Long; Daníel Ingi Sigurjónsson; Andri Erlingsson; Rúnar Þór Karlsson og Jón Valgarð Gústafsson. Liðsstjóri var Brynjar Smári Unnarsson.

Lokastaðan í 2. deild karla 2024:

1. Golfklúbbur Vestmannaeyja
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbburinn Esja
4. Golfklúbbur Kiðjabergs
5. Golfklúbbur Bolungarvíkur
6. Golfklúbburinn Leynir
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Skagafjarðar.

Keppt var í tveimur riðlum og komust 2 efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit.

Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR: