Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2024 | 16:16

Íslandsmót golfklúbba 2024: GV Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna 50+

Íslandsmót golfklúbba 2024 í 2. deild kvenna 50 ára og eldri fór fram á Katlavelli á Húsavík 22.-24. ágúst.

Vegna úrkomu var aðeins hægt að spila fyrri hringinn í höggleikskeppninni.

Lokastaðan í 2. deild kvenna +50 er eftirfarandi:

1 GV, Golfklúbbur Vestmannaeyja.
2. GA, Golfklúbbur Akureyrar.
3. GHD/GFB Golfklúbburinn Hamar Dalvík / Golfklúbbur Fjallabyggðar.
4. GH, Golfklúbbur Húsavíkur.
5. GS, Golfklúbbur Suðurnesja.
6. GHG, Golfklúbbur Hveragerðis.
7. GOS, Golfklúbbur Selfoss.
8. GÖ, Golfklúbbur Öndverðarness
9. GSE, Golfklúbburinn Setberg

Það verður því GV sem spilar í 1. deild kvenna 50+ að ári liðnu.

Íslandsmeistarasveit kvenna 50+, í 2. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2024, var skipuð eftirfarandi kvenkylfingum:
Alda Harðardóttir (fgj. 16,7); Freyja Önundardóttir (fgj. 17,9); Hrönn Harðardóttir (fgj. 18);  Jóhanna Waagfjörð (fgj.14,9) og Katrín Harðardóttir (fgj. 9,8).

Sjá má öll úrslit í 2. flokki kvenna 50+ í Golfboxinu, með því að SMELLA HÉR: