Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 16:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Ólöf María Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 14 ára og yngri stelpna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni.

Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum.

Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stelpuflokki fóru á eftirfarandi máta:

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR g. Heklu Sóley Arnarsdóttur, GK  4&3

Ólöf María Einarsdóttir, GHD g. Kingu Korpak GS 6&5

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. F.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 2. sæti; Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari og Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK, 3. sæti Mynd: Golf 1

Sigurvegarar á Íslandsmótinu í holukeppni í stelpuflokki. F.v.: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, 2. sæti; Ólöf María Einarsdóttir, GHD, Íslandsmeistari og Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK, 3. sæti Mynd: Golf 1

Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Heklu Sóley og Kingu og vann Hekla Sóley  2&1.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór því fram milli Ólafar Maríu og Gerðar Hrönn og var það Ólöf María, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki flokki 2013, 4&3.  Glæsilegt hjá þessari ungu stelpu frá Dalvík!!!