Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2024 | 18:00

Íslandsmótið 2024: Aron Snær og Hulda Clara Íslandsmeistarar!!!

Það eru Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik 2024. Þau endurtóku leikinn frá því á Akureyri 2021, þegar þau bæði urðu Íslandsmeistarar þar.

Sigurskor Aron Snæs var 14 undir pari, 270 högg (65 68 68 69). Sigurskorið er jafnframt mótsmet, en hið fyrra var 12 undir pari hjá körlunum.

Næstur Aroni var nafni hans Aron Emil Gunnarsson, GOS, 2 höggum á eftir, á samtals 12 undir pari og jafnir í 3. -4. sæti voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á samtals 9 undir pari.

Sigurskor Huldu Clöru var samtals 5 yfir pari, 289 högg (72 71 72 74). Næst henni kom Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, 1 höggi á eftir, á samtals 6 yfir pari og í 3. sæti varð Andrea Bergsdóttir á samtals 8 yfir pari,

Sjá má öll úrslit úr Íslandsmótinu með því að SMELLA HÉR: