Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2024 | 17:49

Íslandsmótið 2024: Eva efst í kvennaflokki eftir 1. dag!

Eva Kristinsdóttir, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er efst í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum, en hún lék Hólmsvöll í Leiru á 69 höggum eða 2 höggum undir pari.

Hún er með þriggja högga forskot á næstu keppendur. Perla Sól Sigurbrandsdótir, GR, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, eru jafnar á 72 höggum eða einu höggi yfir pari vallar. Perla Sól og Hulda Clara hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Hulda Clara árið 2021 á Jaðarsvelli á Akureyri og Perla Sól í Vestmanneyjum árið 2022.

Helga Grímsdóttir, GKG, lék vel í dag og er hún í fjórða sæti á einu höggi yfir pari vallar, eða 73 höggum.

Eva varð í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í júní s.l., en hún verður 17 ára þann 21. desember á þessu ári.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, hefur titil að verja á Íslandsmótinu í ár. Hún hóf titilvörnina með því að leika á 74 höggum eða +3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á 76 höggum og er hún í 16. sæti eftir fyrsta hringinn.

Heimild: GSÍ