Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2024 | 07:00

Íslandsmótið 2024: Hversu margir voru ernirnir?

Á nýafstöðnu Íslandsmóti í höggleik fengu þeir keppendur, sem spiluðu alla 4 keppnishringi samtals 20 erni.

Karlkylfingar fengu 17 erni og kvenkylfingar 3 erni. Aðeins 2 keppendur Böðvar Bragi Pálsson GR og Birgir Björn Magnússon GK, fengu 2 erni, hvor.

Fyrir þá sem ekki vita hvað örn er, þá er það kallað örn að spila golfbraut á 2 undir pari. Dæmi: Ef par brautar er 5, þá kallast það  örn að spila brautina á 3 höggum. Ef par brautar er 4,  kallast það örn ef brautin er spiluð á 2 höggum og eins er það kallað örn ef par brautar er 3 og boltinn fer í holu eftir aðeins 1 slegið högg.

Oftast sjást ernir á par-5 brautum. Á Íslandsmótinu komu 13 ernir á par-5 brautum; 6 ernir á par-4 brautum og það sem er sjaldgæfast aðeins 1 á par-3 braut, sem þá er jafnframt ÁS!!!

Þeim sem tókst að fá örn á Hólmsvelli á Íslandsmótinu voru eftirfarandi:

Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari, GKG, (fékk örn á 4. hring par-5 6. braut)

Böðvar Bragi Pálsson, GR (fékk 2 erni: þann fyrri á 1. hring á par-4 15. brautinni og þann seinni á 4. hring á par-5 6. brautinni)

Kristján Þór Einarsson, GM (fékk örn á 3. hring par-5-7. brautinni)

Birgir Björn Magnússon, GK (fékk 2 erni: þann fyrri á 2. hring á par-5 18. brautinni og þann seinni á 3. hring á par-5 6. brautinni)

Tumi Hrafn Kúld, GA (fékk  örn á 1. hring á par-4 1. brautinni)

Einar Bjarni Helgason, GSE (fékk örn á 1. hring á par-3 9. brautinni – en í þessu tilviki er örninn að sjálfsögðu ÁS! – Til hamingju Einar Bjarni!!!)

Daníel Ísak Steinarsson, GK (fékk örn á 1. hring á par-4 1. brautinni)

Bragi Arnarson, GR (fékk örn á 4. hring á par-5 6. brautinni)

Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (fékk örn á 1. hring á par-5 6. brautinni)

Björn Viktor Viktorsson, GR (fékk örn á 4. hring á par-5 6. brautinni)

Arnar Snær Hákonarson, GR (fékk örn á 1. hring á par-5 6. brautinni)

Logi Sigurðsson, GS (fékk örn á 3. hring á par-4 1. brautinni)

Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB (fékk örn á 1. hring á par-4 14. brautinni)

Svanberg Addi Stefánsson, GK (fékk örn á 3. hring á par-5 6. brautinni)

Arnar Daði Svavarsson, GKG (fékk örn á 1. hring á par-4 15. brautinni)

Af kvenkylfingunum fengu eftirfarandi erni:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (fékk örn á 4. hring á par-5 6. brautinni)

Helga Grímsdóttir, GKG (fékk örn á 4. hring á par-5 6. brautinni)

Árný Eik Dagsdóttir, GR (fékk örn á 4. hring á par5-6. brautinni)

___________

Ef þessi tölfræði er brotin niður eftir klúbbum þá fengu GR-ingar flesta erni eða 7; GK er í 2. sæti með 5 erni; GKG-ingar voru með 3 erni; og GA-,GFB-, GM-, GS- og GSE-ingar fengu 1 örn hver.

Flestir ernir 8 komu á 1. hring; næstflestir eða 7 komu á 4. hring; næstfæstir eða 4 komu á 3. hring og fæstir ernir komu á 2. hring eða aðeins 1.

Langflestir ernir komu á „arnarbrautinni“ þ.e. par-5 6. brautinni eða 11 talsins; næstflestir eða 3 á par-4 1. brautinni; þar á eftir komu 2   á par-4 15. brautinni; aðeins 1 örn kom á par-5 7. brautinni; aðeins 1 örn kom á par-5 18. brautinni; aðeins 1 örn kom á par-4 14. brautinni og síðan aðeins 1 örn / ÁS á par-3 9. brautina.

_____________

Í aðalmyndaglugga: Íslandsmeistarar í höggleik 2024; Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði í GKG.