Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2024 | 18:00

Íslandsmótið: Gunnlaugur Árni setti nýtt vallarmet á 3. keppnisdegi – 63 glæsihögg!!!

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet í Leirunni á Íslandsmótinu í höggleik á 3. keppnisdegi mótsins – 63 glæsihögg!!!

Samtals er Gunnlaugur Árni búinn að spila á 11 undir pari 202 höggum (70 69 63).

Hann deilir sem stendur 2. sætinu ásamt Aron Emil Gunnarssyni, úr Golfklúbbi Selfoss (GOS), en báðir eru þeir 1 höggi á eftir forystumanni 3. dags Aroni Snæ Júlíussyni, sem leiðir, enda búinn að spila jafnt og gott golf (65 68 68).

Búið er að setja nýtt vallarmet á hverjum degi Íslandsmótsins, sem hlýtur að vera met í sjálfu sér!

Í kvennaflokki leiða þær Eva Kristinsdóttir, GM og Ragnhildur Kristinsdóttir, eru hnífjafnar á samtals 1 undir pari, 212 höggum.

Sjá má stöðuna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokahringinn með því að SMELLA HÉR: