Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 20:00

Íslandsmótið í höggleik: Anna Sólveig og Valdís Þóra efstar hjá konunum

Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru í efsta sæti í kvennaflokki þegar Íslandsmótið í höggleik á Hellu er hálfnað.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Þær eru báðar samtals á 146 höggum eftir tvo hringi eða samtals 6 höggum yfir pari og eru 2 höggum á undan Eygló Myrru Óskarsdóttur úr GO, sem er í 3. sæti.

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, er í 3. sæti þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað. Mynd: Golf 1

Íslandsmeistarinn margfaldi, Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Sunna Víðisdóttir úr GR og Tinna Jóhannsdóttir úr GK koma jafnar í 4.-6. sæti á 149 höggum eða níu höggum yfir pari.

Gera má ráð fyrir því að keppni hjá körlunum ljúki laust fyrir kl. 21 í kvöld.

Efstu kylfingar í kvennaflokki:
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir         GK 72-74=146 +6
1.-2. Valdís Þóra Jónsdóttir    GL 71-75=146 +6
3. Eygló Myrra Óskarsdóttir     GO 74-74=148 +8
4.-6. Ragnhildur Sigurðardóttir         GR 75-74=149 +9
4.-6. Sunna Víðisdóttir         GR      73-76=149 +9
4.-6. Tinna Jóhannsdóttir       GK 73-76=149 +9
7. Ragnhildur Kristinsdóttir    GR 75-75=150 +10
8.-9. Guðrún Pétursdóttir       GR 72-79=151 +11
8.-9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir        GK 76-75=151 +11
10. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir        GR 77-76=153 +13

Stöðu í mótinu má finna með því að SMELLA HÉR: 

Texti og forsíðumynd: GSÍ.