Íslandsmótið í höggleik: Bergur Rúnar Björnsson frá Ólafsfirði lauk keppni í gær
Á Íslandsmótinu í höggleik taka þátt allir af bestu kylfingum Íslands. Það skemmtilega við mótið er að kylfingarnir koma allsstaðar af landinu. Meðal þeirra sem þátt tóku í ár var Bergur Rúnar Björnsson, GÓ, frá Ólafsfirði. Hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð varð í 105. sæti. Hann var einn af 54 þáttakendum mótsins, sem ekki komust í gegnum niðurskurð, en skorið var niður í dag. Einungis 78 af 123 í karlaflokki komust áfram og 18 af 27 í kvennaflokki. Golf 1 tók örstutt viðtal við Berg Rúnar:
Golf 1: Hvað var það sem gekk ekki upp hjá þér að þessu sinni?
Bergur Rúnar: Ég var einfaldlega að spila illa. (Innskot: Bergur Rúnar spilaði á samtals 25 yfir pari, 165 höggum (83 82) – fékk 2 fugla; 13 pör; 16 skolla og 5 skramba – Niðurskurður miðaðist að þessu sinni við samtals 16 yfir par í karlaflokki, samtals 156 högg og því var Bergur Rúnar 9 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð).
Golf 1: Hefir aðstaðan til æfinga ekki verið góð á Ólafsfirði t.a.m. vegna veðurs?
Bergur Rúnar: Það er ekkert að aðstöðunni. Æfingaaðstaðan er fín. Ég hef bara ekki verið að æfa mikið undanfarið, var t.a.m. á sjó allan júní.
Golf 1: Ertu þá á leiðinni heim aftur til Ólafsfjarðar?
Bergur Rúnar: Nei, það er alltaf gaman á Íslandsmótum. Ég ætla að vera hér alla helgina og fylgjast með.
Golf 1 tekur undir með Bergi Rúnari – Það er SVAKALEGA gaman að fylgjast með okkar bestu kylfingum og hvetur alla til að leggja leið sína að Strandarvelli á Hellu nú um helgina á Íslandsmótið í höggleik!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024