Íslandsmótið í höggleik – Birgir Leifur Hafþórsson: „Þolinmæði er lykillinn“
Á morgun hefst Íslandsmótið í höggleik á Strandarvelli á Hellu, en golfklúbburinn þar, GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á árinu. Meðal 123 þátttakenda í karlaflokki er fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik (1996, 2003, 2004 og 2010) Birgir Leifur Hafþórsson. Golf 1 tók eftirfarandi stutt viðtal við Birgi Leif:
Golf1: Hvernig leggst Íslandsmótið í höggleik í þig?
Birgir Leifur: Bara vel.
Golf 1: Er mótið og þá hvernig frábrugðið mótum á evrópsku mótaröðinni eða Áskorendamótaröðinni?
Birgir Leifur: Þetta er ekki frábrugðið, þau eru eins bara aðeins öðruvísi aðstæður, annars er Íslandmótið í höggleik bara venjulegt golfmót í mínum augum.. Á evrópsku mótaröðinni er miklu stærri umgjörð en það má segja á Íslandsmótið sé farið að nálgast Áskorendamótaröðina í umgjörð.
Golf 1: Hvernig finnst þér Strandarvöllur?
Birgir Leifur: Mjög skemmtilegur, mér hefur alltaf fundist hann skemmtilegur. Ég spilaði á mánudag og völlurinn lítur vel út, bæði brautir og heildarmynd. Þetta verður mjög skemmtilegt mót og við getum séð lágar tölur.
Golf 1: Telur þú líkur á því að GKG-ingur standi uppi sem Íslandsmeistari í höggleik?
Birgir Leifur: Jaaaá, klárlega. Við í GKG erum með hóp af góðum spilurum, sem verða í baráttunni og vonandi verð ég þar á meðal.
Golf 1: Hvað þarf til, til þess að sigra á Íslandsmóti, að þínu mati?
Birgir Leifur: Þolinmæði er lykillinn. Þetta er maraþonmót og það verður að vera með gott leikplan og treysta því. Það þarf að vera djarfur. Þetta er samspil af mörgu og þessu öllu.
Golf 1: Finnst þér að bæta mætti úr einhverjum atriðum á Íslandsmótum í höggleik hér á landi og ef svo er hverjum?
Birgir Leifur: Við getum alltaf bætt úr og við lærum á hverju ári. En ég held að þetta sé í rétta átt, við getum ekki farið fram úr okkur annars gætum við lent á vegg. Við erum á réttu róli og lærum út frá hverju móti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024