Sunna Víðisdóttir. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2012 | 14:40

Íslandsmótið í höggleik: Sunna Víðisdóttir og Eygló Myrra Óskarsdóttir efstar þegar 2. hringur er hálfnaður hjá konunum

Það eru Sunna Víðisdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, sem leiða á 4 yfir pari þegar 2. hringur er háfnaður hjá konunum.

Sunna hefir aðeins fengið 1 skolla á fyrstu 9 og Eygló Myrra hefir spilað fyrri 9 á sléttu pari.

Tinna Jóhanns, GK, sem var í forystu eftir 1/3 hluta mótsins þ.e. 6 holur átti slæman kafla fékk 4 skolla í röð frá 6.-9. holu og féll þar með úr forystunni.

Valdís Þóra, GL, er því miður fuglalaus á fyrri 9, 2. hrings og er búin að fá 1 skolla og 2 skramba á þeim hluta; búin að spila fyrri 9 á 5 yfir pari.

Anna Sólveig Snorradóttir er meðal efstu 5 í toppbaráttunni. Hún spilaði fyrri 9 á 2. hring mótsins á 2 yfir pari; fékk 4 skolla og 2 fugla (en fuglar hennar komu á par-5 5. brautinni og par-4 9. braut Strandarvallar).

Fylgjast má með stöðunni á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik með því að SMELLA HÉR: