Fannar Ingi Steingrímsson, GHG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2012 | 18:30

Íslandsmót unglinga í holukeppni: Henning Darri mætir Fannari Inga og Atli Már mætir Eggert Kristjáni í 4 manna úrslitum í strákaflokki

Í dag voru leiknir leikir í 16 manna úrslitum á Íslandsmóti unglinga í holukeppni. Úrslit dagsins eru eftirfarandi í strákaflokki 14 ára og yngri:

1. Henning Darri Þórðarson GK  vann Kristófer Dag Sigurðsson, GKG  2&1

2. Andri Páll Ásgeirsson, GOS  vann Arnór Snæ Guðmundsson, GHD á 21. holu

3. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG vann Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ 7&6

4. Guðmundur Sigurbjörnsson, GL vann Róbert Smára Jónsson, GS 5&4

5. Jason Nói Arnórsson, GKJ vann Sindra Þór Jónsson, GR, 3&1

6. Eggert Kristján Kristmundsson, GR vann Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 1&0

7. Atli Már Grétarsson, GK vann Aron Skúla Ingason, GK, 2&1

8. Helgi Snær Björgvinsson, GK, vann Braga Aðalsteinsson, GKG  5&3

 

Jafnframt fór fram keppni í 8 manna úrslitum og eru úrslitin þar eftirfarandi:

1.  Henning Darri Þórðarson, GK vann Andra Pál Ásgeirsson, GOS 3&2

2.  Fannar Ingi Steingrímsson, GHG vann Guðmund Sigurbjörnsson, GL 4&2

3. Eggert Kristján Kristmundsson, GR vann Jason Nóa Arnórsson, GKJ 3&1

4. Atli Már Grétarsson, GK vann Helga Snæ Björgvinsson, GK 3&2

 

Það er því ljóst hverjir mætast í 4 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni en það eru:

Henning Darri Þórðarson, GK gegn Fannari Inga Steingrímssyni, GHG

Eggert Kristján Kristmundsson, GR gegn Atla Má Grétarssyni, GK.

Ljóst er að 3 af ofangreindum 4 strákum eru að keppa um verðlaunasæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni!