Oliver Horovitz á Íslandi 26. nóvember 2013, að árita bók sína „An American Caddie in St. Andrews.“ Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2015 | 20:30

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz með frábæra grein um íslenskt golf í Golf Digest!

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz skrifaði frábæra grein í Golf Digest sem ber titilinn „Under the Midnight Sun“ (Undir miðnætursól).

Þar hvetur hann m.a. bandaríska kylfinga til þess að koma til landsins og spila golf á Arctic Open á Akureyri.

Horovitz starfaði lengi sem kaddý á St. Andrews og á fjölda vina hér á landi, m.a. hóp kylfinga, sem gjarnan spilar vellina í Skotlandi.  Hann tók sjálfur þátt í Arctic Open í fyrra, 2014 – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Horovitz kom einnig hingað til lands árið þar áður og áritaði bók sína þann 26. nóvember 2013, þ.e. „An American Caddie in St. Andrews“ við það tækifæri, sem eiginlega ætti að vera skyldulesning allra kylfinga, en þar lýsir hann m.a. starfinu sem kylfubera í vöggu golfíþróttarinnar og þeim kylfingum sem hann hefir borið kylfurnar fyrir.

Lesa má grein Horovitz í „Undir miðnætursól“ heild sinn með því að SMELLA HÉR: