Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 15:00

Íslenska stúlknalandsliðið Evrópumeistarar í Shoot-out

Íslenska stúlknalandsliðið varð í 18. sæti á Evrópumóti stúlknalandsliða sem fram fór í Þýskalandi um síðustu helgi. Liðið stóð hins vegar uppi sem sigurvegari í Shoot-out keppni sem fram fór á öðrum degi mótsins.

Þrír keppendur frá hverri þjóð tók þátt í keppni og var keppt í þremur greinum. Sunna Víðisdóttir sló pitchhögg fyrir íslenska liðið af 45 metra færi og varð í þriðja sæti af 20 keppendum. Anna Sólveig Snorradóttir sló 17 metra lobhögg og varð í 7. sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili tryggði íslensku stúlkunum sigur í keppninni er hún púttaði 36 metra pútti feti frá holunni og varð efst. Í hverri grein voru gefin stig fyrir efstu fimm sætin og hlaut íslenska liðið alls átta stig. Fyrir sigurinn fengu allir meðlimir íslenska liðsins iPod Touch að andvirði 65 þúsund krónur hver. Það má því segja að púttið hjá Guðrúnu Brá hafi verið 400 þús. kr.- virði.

Heimild: GSÍ