Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2014 | 09:30

Jacklin um hvað Poulter gerði vitlaust á heimsmótinu í holukeppni – Myndskeið

Tony Jacklin hefir sigrað 28 sinnum á atvinnumannsferli sínum. Þ.á.m. vann hann 2 risamót Opna breska (1969) og Opna bandaríska (1970).

Jacklin var tekinn í frægðarhöllina 2002.  Framangreint er frábært en Jacklin verður eflaust lengst minnst fyrir frammistöðu sína í liðum Breta& Íra í Ryder bikarnum (1967-1977). Ein af minnisstæðustu stundunum er nefnilega þegar Jacklin setti niður arnarpútt á Royal Birkdale og jafnaði við Jack Nicklaus á 17. og Nicklaus gaf síðan 18. holu sem varð til þess að  jafntefli varð milli liðs Breta&Íra (þá) og Bandaríkjanna.  Síðar hönnuðu þeir Jacklin og Nicklaus golfvöll í Flórída sem nefndur var „Concession“ (eða eftirgjöfin til að minnast púttsins, sem Nicklaus gaf á 18. holu í 1969 Ryder keppninni).

Jacklin var síðan fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu (1983-1989).  Jacklin veit því eitt og annað um holukeppnir.

Í gær tjáði Jacklin sig um það hvað Ian Poulter gerði vitlaust á heimsmótinu í holukeppni á Sky Sports en sjá má myndskeið um það með því að SMELLA HÉR: