Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 15:00

Jákvætt: Kaddý Tiger sást taka út Doral

Fréttamaðurinn Todd Lewis sagði í golfþætti Golf Channel Morning Drive í dag, að sést hefði til Joe La Cava, kylfusveins Tiger á Doral í gær, þar sem hann gekk um Bláa Skrímslið í Doral og var að taka breytta völlinn út.

Joe La Cava og Tiger

Joe La Cava og Tiger

Þetta hefir verið túlkað sem jákvætt merki um að Tiger muni taka þátt í WGC-Cadillac Championship, sem hefst nú á fimmtudag, en Tiger dró sig sem kunnugt er úr Honda Classic mótinu eftir 13 spilaðar holur á lokahringnum sl. sunnudag og bar fyrir sig bakmeiðsli.

Aðspurður hvort Tiger tæki þátt í Cadillac mótinu, þar sem hann á titil að verja sagði hann: „Það er of snemmt að tjá sig um það. Ég þarfnast meðferðar á hverjum degi fram á fimmtudag til þess að halda verkjum í bakinu niðri. Við sjáum til hvað setur.“

Jafnframt hefir Tiger ekki afboðað blaðamannafund fyrir mótið á morgun (miðvikudag), þannig að það eru nokkur atriði sem benda til að hann muni taka þátt í WGC-Cadillac Championship!

Að því gefnu að bakið á Tiger verði í lagi….