Jákvætt: Kaddý Tiger sást taka út Doral
Fréttamaðurinn Todd Lewis sagði í golfþætti Golf Channel Morning Drive í dag, að sést hefði til Joe La Cava, kylfusveins Tiger á Doral í gær, þar sem hann gekk um Bláa Skrímslið í Doral og var að taka breytta völlinn út.
Þetta hefir verið túlkað sem jákvætt merki um að Tiger muni taka þátt í WGC-Cadillac Championship, sem hefst nú á fimmtudag, en Tiger dró sig sem kunnugt er úr Honda Classic mótinu eftir 13 spilaðar holur á lokahringnum sl. sunnudag og bar fyrir sig bakmeiðsli.
Aðspurður hvort Tiger tæki þátt í Cadillac mótinu, þar sem hann á titil að verja sagði hann: „Það er of snemmt að tjá sig um það. Ég þarfnast meðferðar á hverjum degi fram á fimmtudag til þess að halda verkjum í bakinu niðri. Við sjáum til hvað setur.“
Jafnframt hefir Tiger ekki afboðað blaðamannafund fyrir mótið á morgun (miðvikudag), þannig að það eru nokkur atriði sem benda til að hann muni taka þátt í WGC-Cadillac Championship!
Að því gefnu að bakið á Tiger verði í lagi….
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024