Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2012 | 18:00

Jiménez fótbrotnaði á skíðum

Spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez fótbrotnaði þegar hann féll í skíðabrekku og mun verða frá golfleik í 5 mánuði. 

Jiménez sagði í fréttatilkynningu í dag að hann hefði gengist undir skurðaðgerð eftir slysið í gær á laugardag.

Jiménez sagði: „Ég var að spila vel, en maður verður að taka lífinu eins og það kemur fyrir.“

Jimenéz var varafyrirliði í liði Evrópu í Ryder bikarnum í Medinah s.l. september.

Í nóvember varð hinn 48 ára Jiménez elsti sigurvegari Evrópumótaraðarinnar þegar hann halaði inn 3. sigri sínum í Hong Kong.

Miguel Ángel hefir unnið til 19 titla á Evrópumótaröðinni.