Jóhannes Ármannsson vallarstjóri ársins 2020
Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi. Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.
SÍGÍ hefur staðið fyrir fræðslufundum, sýningum, golfmótum og heimsóknum jafnt hérlendis sem erlendis. Nýverið fór fram ráðstefna á vegum SÍGÍ í höfuðustöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Að ráðstefnunni lokinni fór fram kvöldverður í golfskála Golfklúbbsins Keilis á Hvaleyrarvelli. Þar var greint frá kjörinu á vallarstjórum ársins 2020 hjá SÍGÍ en kosið er um vallarstjóra á knattspyrnuvöllum og einnig á golfvöllum.
Jóhannes Ármannsson hjá Golfklúbbi Borgarness varð hlutskarpastur í kjörinu hjá golfvallastjórum og Sigmundur Pétur Ástþórsson hjá FH varð efstur hjá vallarstjórum á knattspyrnuvöllum – og er þetta í fjórða sinn sem hann fær þessa viðurkenningu fyrir Kaplakrikavöll.
Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhannes fær þessa útnefningu. Hamarsvöllur í Borgarnesi hefur verið í umsjón Jóhannesar í mörg ár en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness.
Vallarstjórar ársins frá upphafi hjá SÍGÍ
Árið | Golfið | Klúbbur | Knattspyrnan | Félag |
---|---|---|---|---|
2020 | Jóhannes Ármannsson | Borgarnes | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2019 | Darren Farley | GR Grafarholt | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2018 | Ellert Þórarinsson | Brautarholt | Magnús Valur Böðvarsson | Kópavogsvöllur |
2017 | Bjarni Þór Hannesson | Keilir | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2016 | Ellert Þórarinsson | Brautarholt | Sigmundur Pétur Ástþórsson | FH Kaplakrikavöllur |
2015 | Tryggvi Ölver Gunnarsson | Oddur | Þórdís Rakel Hansen | Selfossvöllur |
2014 | Bjarni Hannesson | Keilir | Krisinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2013 | Ágúst Jensson | GR Korpa | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
2012 | Daníel Harley | Keilir | Kristinn V. Jóhannsson | Laugardalsvöllur |
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024