Jón Ásgeir Eyjólfsson, president of the Icelandic Golf Association. Photo: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2012 | 10:45

Íslandsmótið í höggleik: Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sló fyrsta höggið á 70. Íslandsmótinu í höggleik

Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ  sló fyrsta höggið á 70. Íslandsmótinu í höggleik nú snemma í morgun og setti þar með mótið í 70. sinn. Golfsamband Íslands á 70 ára stórafmæli á árinu.  Teighögg Jón Ásgeirs var fallegt og beint á braut og sneiddi framhjá háum og þykkum karganum, sem keppendum í mótinu hefir verið tíðrætt um.

Þetta er mikið afmælisár því Golfklúbburinn á Hellu, sem sér um mótshaldið í ár, á einnig stórafmæli í ár – er 60 ára.

Á Íslandsmótinu í höggleik eru 150 þátttakendur að þessu sinni, 123 karlar og 27 konur, sem ræst verða út til kl. 15:30 í dag og er búst við að þeir síðustu komi í hús um kl. 21 á fyrsta mótsdegi.

Fylgjast má með skorinu á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: