Karlalandsliðið 50+ varð í 17. sæti á EM
Karlalandsliðs Íslands skipað leikmönnum 50 ára og eldri keppti á Evrópumótinu sem fram fór í Rungsted golfklúbbnum, í Danmörku, 3.-7. september 2019 sl.
Liðið var þannig skipað: Tryggvi Valtýr Traustason (GÖ), Guðmundur Arason (GR), Sigurður Aðalsteinsson (GÖ), Frans Páll Sigurðsson (GR), Sigurjón Arnarson (GR) og Einar Long (GR).
4. keppnisdagur:
Ísland tryggði sér 17. sætið með 4-1 sigri gegn Lúxemborg. Einar Long og Sigurður Aðalsteinss sigruðu 5/4 í fjórmenning. Guðmundur Arason og Tryggvi Valtýr Traustason gerðu jafntefli í sínum leikjum. Frans Páll Sigurðsson sigraði 5/4, Sigurjón Arnarsson sigraði einnig 5/4.
3. keppnisdagur:
Ísland sigraði Slóvakíu 4 1/2 – 1/2 í undanúrslitum um sæti 17-20. Einar Long og Sigurður Aðalsteinsson unnu fjórmenninginn 5/4.
Guðmundur Arason gerði jafntefli, Sigurjón Arnarsson sigraði 6/4, Tryggvi Valtýr Traustason sigraði 7/8 og Frans Páll Sigurðsson sigraði 5/4.
2. keppnisdagur:
Íslenska liðið lék á 410 höggum samtals á 2. keppnisdegi og endaði í 17. sæti. Liðið leikur því í C-riðli í holukeppninni um sæti 17-20.
Ísland og Lúxemborg fóru beint í undanúrslit í riðli C.
Slóvakía – Litháen, og Pólland og Slóvenía mætast í 1. umferð og sigurliðin úr þeim viðureignum leika gegn Ísland og Lúxemborg í undanúrslitum C-riðils.
Sigurður A.: 83 högg
Tryggvi T.: 82 högg
Einar L.: 84 högg
Sigurjón A.: 80 högg
Frans S.: 81 högg
—–
Guðmundur A.: 84 högg
1. keppnisdagur:
Ísland er í 15. sæti af alls 22 þjóðum. Fimm bestu skorin telja á fyrstu tveimur keppnisdögunum þar sem leikinn er höggleikur.
Frans S.: 74 högg
Guðmundur A.: 77 högg
Tryggvi Valtýr: 78 högg
Sigurjón A: 78 högg
Sigurður A.: 81 högg
—
Einar Long: 86 högg
Sjá má lokastöðuna á EM karlalandsliða 50+ með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024