Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2018 | 04:00

Karlalið GK hefur keppni á EM klúbbaliða á morgun, fimmtud. 25. okt

Þeir Benedikt Sveinsson, Helgi Snær Björgvinsson og Henning Darri Þórðarson eru í liði GK, sem keppir á EM klúbbaliða, en mótið stendur dagana 25.-27. október 2018 og hefst því á morgun.

Mótsstaður er Chateaux golfvöllurinn á Golf du Médoc golfstaðnum nálægt Bordeaux í Frakklandi.

Chateaux golfvöllinn er hannaður af hinum þekkta Bill Coore, 1989,  en Coore útskrifaðist frá Wake Forest 1968 (sama háskóla og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir var í), en golfstaðurinn hefir hlotið verðlaun 2. árið í röð fyrir að vera sá besti í Frakklandi.

Völlurinn, sem hefir mörg einkenni skosks linksara, er Par 71 – 6576 metra og var m.a. valinn besti golfvöllur Frakklands af World Golf Awards árið 2014.

Alls taka þátt 3 manna-lið 25 klúbba og er keppnisfyrirkomulag höggleikur, þar sem spilaðir eru 3 hringir á 3 dögum.

Karlalið GK varð Íslandsmeistari á Íslandsmóti golfklúbba eftir sigur á GM nú í sumar 3&2.

Fylgjast má með gengi GK-strákana í Golf du Médoc á skortöflu með því að SMELLA HÉR: