Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2011 | 14:00

Kaymer er viss um að verða framar en McIlroy

Martin Kaymer er viss um að ná 2. sætinu af liðsfélaga sínum úr Ryder bikarkeppninni, Rory McIlroy, í Race to Dubai.

Hinn hlédrægi, 26 ára Þjóðverji (Kaymer) á skiljanlega góðar minningar frá Earth golfvellinum í the Jumeirah Golf Estates – en það er staðurinn þar sem hann hlaut Harry Vardon Trophy .

Það verður ekki endurtekið í ár og Luke Donald og McIlroy munu báðir að reyna að hneppa vinningssætið í mótinu í ár.

En Kaymer, sem á titil að verja vonast til að hljóta 2. sætið n.k. sunnudag, hafi hann náð sér nægilega eftir löng flug sem hann hefir lagt að baki frá því að hann sigraði á World Golf Championships (WGC) HSBC Champions í síðasta mánuði.

„Það er markmið mitt, örugglega,“ var svar Kaymer aðspurður um hvort það að sigra McIlroy sé markmið hans.

„S.l. tvær vikur hef ég vitað að ég gæti ekki sigrað (peningatitil Evrópumótaraðarinnar). En, ég get enn náð 2. sætinu og reynt að verja titil minn hér.“

Kaymer gæti peningalega séð hafa verið mun nær þeim McIlroy og Luke Donald hefði hann spilað í einhverjum af þeim 5 mótum Evrópumótaraðarinnar sem spilaðar hafa verið frá því að hann spilaði síðast í Shanghai, Kína.

En það að hvílast hafði forgang hjá Kaymer.  „Ég hef spilað á mörgum mótum í ár og sumir sögðu við mig að ég hefði átt að spila í  Singapore, Malasíu eða Hong Kong,” útskýrði Kaymer.

„Ég var bara ekki tilbúinn að spila í mótunum. Það hvernig ég hef ferðast um heiminn s.l. 4-5 vikur hefir verið geggjað.“

„Ég finn fyrir því hversu þreytandi allur tímamismunurinn er. Þegar ég kom tilbaka frá Kína fór ég til Bandaríkjanna og það var 15 tíma tímamismunur og síða fór ég aftur til Kína og aftur 15 tíma tímamismunur og svo var ég í Suður-Afríku í síðustu viku.“

„Á einhverjum tímapunkti verður maður að hugsa um líkama sinn og heilsu en ekki að ná 1. eða 2. sæti. „Það var aldrei á dagskrá hjá mér að breyta einhverju og koma bara í Race to Dubai.“

Kaymer gæti náð góðum árangri hér í ríki þar sem honum líður vel og uppsker í samræmi við það, sbr. glæsilegan árangur á Race to Dubai í fyrra, sem og að hann er búinn að ná þrennu á Abu Dhabi Golf Championship, þ.e. sigra á mótinu þrisvar sinnum, 2008, 2010 og 2011.

„Það er alltaf „næs“ að koma hingað,“ sagði hann fullur ákefðar. „Eins og Rory McIlroy í Hong Kong, þar sem honum líður vel, þá líkar mér bara vel í Abu Dhabi og Dubai.“ „Mér líkar að spila hér og mér líkar við fólkið. Það hjálpar mér að slaka á. Það er þetta sambland, sem gerir mótið „næs.“

„Ef manni líður vel á stað og líkar öll umgjörðin og skipulagið þá spilar maður líka vel. Þetta er staður í heiminum á túrnum, sem mér líkar að koma á.“

Á hinn bóginn viðurkenndi Kaymer að hann hefði átt í baráttu við sig að falla úr 1. sætinu sem hann var í snemma árs 2011.  En honum finnst hann hafa lært á þessum 12 mánuðum og varla leið mánuður þar sem ekki eitthvað jákvætt gerðist í plús fyrir hann.

„Það er ekki svo margt fólk sem sigrar á 2 mótum og verður nr. 1 í heiminum á 1 keppnistímabili, þannig að þetta hefir verið gott ár fyrir mig,“ bætti Kaymer við.

Heimild: Khaleej Times