Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2019 | 16:15

Kaymer m/kærustunni

Enska sjónvarpskonan Melanie Sykes, 48 ára, kom í fyrsta skipti opinberlega fram með kærasta sínum, þýska kylfingnum og Ryder Cup stjörnunni Martin Kaymer, sem er 14 árum yngri þ.e. 34 ára.

Þau sáust á Wimledon, þar sem þau voru að fylgjast með tennis.

Í yfir 3 ár hefir mikið verið rætt um samband þeirra, sem farið hefir leynt, en fréttir af þeim tveimur sem hugsanlegu pari tóku fyrst að birtast af einhverri alvöru í febrúar á sl. ári.

Skv. ónafngreindum heimildarmönnum MailOnline hafa Melanie og Martin átt í ástarsambandi, sem þau hafa þau hafa eins og áður segir reynt að halda leyndu.

Melanie, sem er tveggja barna móðir,  hefir verið gift tvívegis áður þeim Daniel Caltagirone og Jack Cockings.

Athygli hefir vakið á sl. 3 árum að þau voru alltaf á sömu stöðum á sama tíma, víðsvegar um heiminn.

T.d. 2015 þegar Kaymer tók þátt í Omega Dubai Desert Classic – þá var Melanie einmitt á sama tíma í Dubai. Og í júní það ár (2015) tóku bæði af sér mynd þar sem þau voru í fríi á Mallorca. Og árið eftir voru þau á sama tíma í Flórída.

Í júní 2016 sagði Melanie að sér fyndist hún hefði „verið gift ranga manninum“ 2 1/2 ári eftir að 9 mánaða hjúskap hennar og Jack Cockings lauk, en þau giftust í maí 2013.

Í viðtali við Fabulous, sagði hún: „Skilnaðurinn var auðveldi hlutinn. (Erfiði hlutinn) var að vera gift röngu persónunni. Það er alltaf erfitt að skilja, en þetta er fyrir bestu og ég vissi það allan tímann og það er ástæðan að við erum ekki saman.“

Þrátt fyrir að hafa skilið tvívegs – Melanie var fyrst gift leikaranum Daníel Caltagirone – þá sagðist Melanie ekki útiloka að hún myndi giftast í 3. sinn, en hún bætti við: „Ég segi aldrei, aldrei, nú vegna þess að í hvert sinn sem ég hef sagt það enda ég á því að gera það gagnstæða.“

Melanie og Jack, sem 16 ára aldursmundur var á, trúlofuðust í ágúst 2012 eftir að hafa verið saman í aðeins 3 mánuði. Þau giftust síðan við mikla viðhöfn í Dorsett og viðstaddir voru þekktir enskir sjónvarpsmenn á borð við Eamonn Holmes og Des O’Connor.

Melanie ætlar svo sannarlega að hafa vaðið fyrir neðan sig í 3. sinn.  Hver veit kannski Kaymer kvænist Melanie Sykes. A.m.k. virtust þau mjög hamingjusöm með hvort annað á Wimbledon … og vonandi að það skili sér í golfið hjá Kaymer!

Hér má sjá Melanie Sykes tjá sig um mikilvægi heilbrigðs lífstíls SMELLIÐ HÉR: 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af þeim skötuhjúum; Martin Kaymer og Melanie Sykes: