Keegan Bradley sigurvegari PGA Championship
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2012 | 07:00

Keegan Bradley ólst upp í húsbílagarði

Í viðtali í ágúst blaði Golf Magazine talar Keegan Bradley um fátækleg uppvaxtarár sín í húsbílagarði í Massachusetts, með pabba sínum, Mark.

Húsbíllinn, sem Keegan Bradley bjó í ásamt pabba sínum í Massachusetts.

„Þetta var bara svolítið eins og úr kvikmynd. Pabbi er 1,92 m hár og hærri en ég og við bjuggum í þessum húsbíl með kojum,“ segir Bradeley m.a. í viðtalinu við Golf Magazine. Hann svaf í lægri kojunni. Ég svaf á eldhúsborðinu, en það var borð sem hægt var að draga niður og var með dýnu; það var rúmið mitt.“

Bradley skaust upp á golffrægðarhimininn 2011 þegar hann vann PGA Championship sem nýliði á PGA og leið hans á Túrinn var óvenjuleg. Hann fæddist í Vermont þar sem hann keppti á skíðum og í golfi. Bradeley kaus að vera hjá pabba sínum, golfkennaranum, sem fluttist frá Vermont til Massachusetts, þegar foreldrar hans skyldu og þeir bjuggu nokkra mánuði í Crystal Springs Trailer Park í Hopkinton.

Bradley segir að í minningunni séu þessir dagar „einhverjir þeir mest skemmtilegu á ævinni“ og hann segir fátæktina hafa skerpt einbeitinguna að ná árangri á Túrnum.

„Mamma verður alltaf mjög leið þegar ég tala um þetta, vegna þess að hún heldur að þetta hljómi eins og ég hafi átt slæma æsku. Þannig að um skeið hætti ég að tala um það,“ sagði Bradley í viðtalinu við Golf Magazine. „En ég er í raun á skrítinn hátt, stoltur af þessum dögum. Ég segi við hana „Mamma þetta er svöl saga. Sagan af mér að alast upp í Vermont á skíðum, fólki er sama um það. Það er húsbílagarðurinn sem fólkið vill lesa um.“