Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2013 | 15:30

Keegan Bradley þreyttur á að vera kallaður svindlari

Jafnvel þó að USGA og R&A banni aldrei langa púttera eins og fyrirhugað var þá hefir öll umræða haft áhrif.

Efitr blaðamannafundi fyrir Honda Classic í Palm Beach Gardens, sem er mót vikunnar á PGA Tour, skrifaði  Steve DiMeglio hjá USA Today að  Keegan Bradley sé stöðugt strítt (á langa pútternum)  bæði af áhangendum í eiginn persónu og enn oftar á Twitter.

„Ég hef verið nefndur svindlari oftar en nokkru sinni af áhangendum, af sumum golfskríbentum – engum af ykkur (sagt á blaðamannafundinum) – og það er virkilega erfitt,“ sagði Bradley á blaðamannafundinum fyrir Honda Classic.   ‘

Mikið af þessum skrifum er á  Twitter, sem er fáránlegt, hvort sem er, ég veit það. Ég les það og ég ætti ekki að gera það. Ég get ekki ímyndað mér hvernig fólk getur sagt þetta við mig en nokkurn þarna úti.  Þetta hefir verið virkilega erfitt og ég er þreyttur á því ef ég á að vera heiðarlegur.

Ég er bara kominn yfir þetta. Ég geri mér grein fyrir að þetta á eftir að vera deiluefni næstu árin, a.m.k. Ég vona að USGA hugsaði um okkur leikmennina áður en þeir ákváðu þetta, vegna þess að það hefir verið mér erfitt og ég veitt að það hefir reynst öðrum leikmönnum erfitt líka.“

Bradley var fyrsti kylfingurinn til þess að sigra í risamóti með löngum pútter þegar hann vann PGA Championship 2011 í Atlanta Athletic Club.

Jafnvel þó það sé vissulega tilviljun þá eru engar rannsóknir sem sýna og sanna að það að pútta með pútterum sem styðjast við líkamann (löngum pútterum) sé til framdráttar í mótum.  Sögulegur sigur Bradley var fylgt eftir með sigri Webb Simpson á US Open 2012 og Ernie Els vann öllum á óvart með löngum pútter á Opna breska 2012.

Bann USGA og R&A á að taka gildi 2016, en búist er við miklum umræðum um frumvarpið.